Handbolti

Viktor Gísli: Þetta kemur hægt og rólega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Gísli á mikið inni.
Viktor Gísli á mikið inni. vísir/getty

Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson standa vaktina í markinu þar sem Björgvin Páll Gústavsson er í einangrun.

„Það var sjokk þegar þetta menn fóru að fá jákvæð próf. Ég þurfti að fara í smá sóttkví en slapp út. Þetta var smá sjokk,“ segir Viktor Gísli en búið er að herða sóttvarnarreglur enn meira.

„Við erum allir í sérherbergjum núna og reynum að passa okkur betur. Þetta er skrýtin staða. Maður bjóst kannski við að einhver myndi fá covid en ekki svona margir.“

Það gekk ekki vel hjá Viktoru og Ágústi gegn Dönum en þeir eru bjartir á að geta gert betur gegn Frökkum.

„Við ætlum að gera betur. Ég trúi því að þetta komi hægt og rólega.“

Klippa: Viktor ekki af baki dottinnFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.