Handbolti

Guðmundur: Mér finnst vera smit út um allt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur hefur heldur betur staðið í ströngu.
Guðmundur hefur heldur betur staðið í ströngu. vísir/getty

„Stemningin er góð þrátt fyrir allt og við bara höldum áfram,“ sagði grímuklæddur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en í ljósi stöðunnar eru eðlilega ekki teknar neinar áhættur.

„Við erum byrjaðir að skoða Frakkana og það er góður heildarbragur á liðinu okkar. Við erum með gott leikplan sem heldur leik eftir leik. Það er gott sjálfstraust í liðinu og menn gefa sig allan í þetta.

„Frakkar eru gríðarlega öflugir og líkamlega sterkir. Við erum í þeirri stöðu sem við erum í. Það er ekkert hægt að velta sér upp úr því og við verðum bara að gera það besta úr því sem komið er. Við verðum líka að nota hópinn vel því það hefur verið mikið álag á nokkrum mönnum eins og Sigvalda og Ómari.“

Að halda áfram leik við þessar aðstæður er gríðarlega krefjandi og Guðmundur viðurkennir að auðvitað sé það rétt hvort halda eigi leik áfram.

„Það hafa allir velt því fyrir sér. Maður er lentur í þessu og þetta bara heldur áfram. Maður veltir fyrir sér hversu lengi getur þetta haldið áfram en ég held að EHF muni halda áfram og klára þetta. Nánast sama hvernig þurfi að gera það.

„Það að ég sé með grímu hérna núna segir eiginlega allt. Mér finnst vera smit út um allt og alls staðar.“

Klippa: Guðmundur gefst ekki uppFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.