Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin. Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti