Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin. Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti