Órofin þjónusta sveitarfélaga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:31 Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun