Handbolti

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits

Sindri Sverrisson skrifar
Anton Gylfi Pálsson sendir leikmann Rússlands af velli í leik liðsins við Litháen sem þeir Jónas Elíasson dæmdu. Rússar fóru með sigur af hólmi, 29-27.
Anton Gylfi Pálsson sendir leikmann Rússlands af velli í leik liðsins við Litháen sem þeir Jónas Elíasson dæmdu. Rússar fóru með sigur af hólmi, 29-27. Getty/Kolektiff Images

Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru á meðal dómara á EM og dæmdu leik Rússlands og Litháens í Slóvakíu í síðustu viku.

Anton greinir frá því á Facebook í dag að hann hafi greinst með kórónuveirusmit á sunnudaginn og sé í einangrun á hótelherbergi. Jónas sé farinn heim til Íslands.

„Sorgarfréttir fyrir okkur félagana því okkur hafði gengið mjög vel á mótinu og milliriðlarnir að fara hefjast,“ skrifar Anton en bætir við að ekki væsi um hann á hótelherberginu og að handknattleikssamband Evrópu sjái til þess að honum líði sem best.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×