Ýmir: Geðveikt að soga þetta í sig og drepa svo niður í höllinni Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 19:43 Ýmir Örn Gíslason í glímu við Mate Lekai í sigrinum gegn Ungverjum í dag. EPA-EFE/Tamas Kovacs „Ég er rosalega sáttur. Við erum með fullt hús stiga en núna hefst bara nýtt mót,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sigurreifur eftir sigurinn gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í dag. Ýmir var spurður hvernig líkamleg og andleg heilsa væri hreinlega eftir þennan háspennuleik, þar sem hann glímdi auk þess við línutröllið magnaða Bence Bánhidi. „Ég held að ég sé ennþá svo hátt uppi að ég næ ekki að átta mig á því. En ég veit að ég er þreyttur, bæði líkamlega og andlega. Það voru mikil læti í höllinni og það var geðveikt að soga þetta inn í sig, og hvað þá að vinna leikinn og drepa aðeins niður í höllinni og heyra svo bara í okkar áhorfendum,“ sagði Ýmir. Klippa: Ýmir eftir sigurleikinn gegn Ungverjum „Þetta er ekki eðlilegt, hvað við erum með marga Íslendinga hérna að fylgja okkur. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Þetta er ótrúlegt,“ bætti hann við. Ýmir á eflaust fyrir höndum langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu, en sigurinn í kvöld mun eflaust lifa lengi í minningunni: „Þetta er sá sætasti eins og staðan er núna. Þetta var alveg geðveikt. Alvöru liðsheild. Ekki hætta, bara halda áfram, sama hvað gerist, í vörn og sókn. Við gáfumst ekki upp, og ég held að við séum líka orðnir betri í að „klára“ leiki. Það er stór punktur í þessu líka.“ En hvernig var eiginlega að glíma við Bánhidi? „Hann er stór og þungur, með háa hendi líka og grípur helvíti mikið. Við gerðum ekki nógu vel fyrstu tuttugu mínúturnar og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] kom með þennan punkt, að við þyrftum bara að bakka niður því hann var alveg með þá fyrir utan (skyttur Ungverja). Hann stóð við það. Einhverjir boltar láku inn eins og gengur og gerist en þetta lokaðist betur í seinni hálfleik.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Ýmir var spurður hvernig líkamleg og andleg heilsa væri hreinlega eftir þennan háspennuleik, þar sem hann glímdi auk þess við línutröllið magnaða Bence Bánhidi. „Ég held að ég sé ennþá svo hátt uppi að ég næ ekki að átta mig á því. En ég veit að ég er þreyttur, bæði líkamlega og andlega. Það voru mikil læti í höllinni og það var geðveikt að soga þetta inn í sig, og hvað þá að vinna leikinn og drepa aðeins niður í höllinni og heyra svo bara í okkar áhorfendum,“ sagði Ýmir. Klippa: Ýmir eftir sigurleikinn gegn Ungverjum „Þetta er ekki eðlilegt, hvað við erum með marga Íslendinga hérna að fylgja okkur. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Þetta er ótrúlegt,“ bætti hann við. Ýmir á eflaust fyrir höndum langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu, en sigurinn í kvöld mun eflaust lifa lengi í minningunni: „Þetta er sá sætasti eins og staðan er núna. Þetta var alveg geðveikt. Alvöru liðsheild. Ekki hætta, bara halda áfram, sama hvað gerist, í vörn og sókn. Við gáfumst ekki upp, og ég held að við séum líka orðnir betri í að „klára“ leiki. Það er stór punktur í þessu líka.“ En hvernig var eiginlega að glíma við Bánhidi? „Hann er stór og þungur, með háa hendi líka og grípur helvíti mikið. Við gerðum ekki nógu vel fyrstu tuttugu mínúturnar og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] kom með þennan punkt, að við þyrftum bara að bakka niður því hann var alveg með þá fyrir utan (skyttur Ungverja). Hann stóð við það. Einhverjir boltar láku inn eins og gengur og gerist en þetta lokaðist betur í seinni hálfleik.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira