Mögnuð leikskólastétt sem verðskuldar virðingu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. janúar 2022 11:31 Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar