Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun