Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar