Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 07:21 Giannis Antetokounmpo var frábær í stórsigri Milwaukee Bucks á Golden State Warriors í nótt. AP/Morry Gash Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira