Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 07:21 Giannis Antetokounmpo var frábær í stórsigri Milwaukee Bucks á Golden State Warriors í nótt. AP/Morry Gash Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn