Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Jóhanna E. Torfadóttir og Sigrún Daníelsdóttir skrifa 13. janúar 2022 12:01 Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun