Hvaða lífsstíll er góður fyrir heilsuna? Jóhanna E. Torfadóttir og Sigrún Daníelsdóttir skrifa 13. janúar 2022 12:01 Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap. Það getur þó reynst varasamt og sýna rannsóknir að innan árs hafa flest bætt aftur á sig einum til tveimur þriðja hluta þyngdarinnar sem var tapað og eftir 5 ár eru flest komin aftur í sömu þyngd. Langtímarannsóknir sýna einnig að einn þriðji þeirra sem léttist var orðinn þyngri en þau voru áður en þau byrjuðu í átakinu. Þessar niðurstöður eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa komið endurtekið fram í rannsóknum um áratugaskeið og eru svo afgerandi að rannsakendur sem fóru yfir niðurstöður þyngdartapsrannsókna ályktuðu fyrir fimmtán árum síðan að óþarfi væri að halda áfram að rannsaka þessa nálgun þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að hún skilaði ekki árangri. Þyngdartapstilraunir enda yfirleitt í þyngdarsveiflum (e. weight cycling) og benda rannsóknir til þess að þær geti sjálfar verið skaðlegar heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram hjá þeim sem léttast og þyngjast ítrekað á víxl eru aukin andleg vanlíðan, tap á vöðvamassa, langvinnar bólgur í líkamanum, háþrýstingur og jafnvel aukin dánartíðni. Megrun eykur jafnframt líkur á þróun átraskana sem eru alvarlegar geðraskanir með margvíslegar og stundum varanlegar heilsufarslegar afleiðingar. Það má því segja að frasinn sem oft er sagður þegar einhver vill léttast, að viðkomandi eigi bara að hreyfa sig meira og borða minna, geti beinlínis verið hættulegur heilsunni okkar. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við byrjum að hreyfa okkur meira en venjulega þá getur líka þurft að borða meira. Oft gerist það við aukna hreyfingu að við sækjum í hollara fæði. Það er auðvitað jákvætt og stuðlar að því að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast. Rannsóknir sýna að hollari lífsvenjur bæta heilsuna óháð því hvort þyngdartap eigi sér stað eða ekki. Hvort sem við léttumst eða þyngjumst ætti því fókusinn að vera á lífsvenjurnar frekar en breytingar á vigtinni. Sömuleiðis er vert að hafa í huga tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta við góða heilsu. Það er ekki síður mikilvægt fyrir heilsuna að búa við öryggi, draga úr streitu, bæta svefn og auka félagslega virkni svo fátt eitt sé nefnt. Hér er gott að rifja upp fimm leiðir að vellíðan og geðorðin 10, ásamt ráðleggingum um mataræði og hreyfingu, sem finna má á vefsíðu embættis landlæknis. Höfum líka hugfast að stundum snúa áskoranir okkar að þáttum sem eru ekki á okkar færi að leysa og þá er mikilvægt að leita aðstoðar. Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknisSigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun