Lífið

Jason Momoa og Lisa Bonet eru að skilja

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jason Momoa og Lisa Bonet eiga tvö börn saman, fædd 2007 og 2008.
Jason Momoa og Lisa Bonet eiga tvö börn saman, fædd 2007 og 2008. Getty/ Stefanie Keenan

Jason Momoa og Lisa Bonet hafa sent frá sér tilkynningu um að þau hafi ákveðið að enda hjónaband sitt. Þau hafa verið gift í rúm fjögur ár en samband þeirra hófst árið 2005.

Ástæða þess að þau tilkynntu um skilnaðinn á Instagram síðu Momoa var að þau vildu lifa lífi sínu áfram með hreinskilni og virðingu. Tilkynningunna má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan. 

Leikarinn hefur áður sagt frá því í viðtali að hann hafi strax fallið fyrir Lisu Bonet. Þau hittust á bar í gegnum sameiginlegan vin og þá var ekki aftur snúið. Lýsti hann fyrstu tilfinningunni sem flugeldum í maganum. Þau eignuðust tvö börn saman, Lola og Nakoa-Wolf. Bonet á svo einnig dótturina Zoë Kravitz sem hún eignaðist með fyrsta eiginmanni sínum, Lenny Kravitz. '

Bonet steig fyrst upp á stjörnuhimininn í The Cosby Show. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sín sem Khal Drogo í Game of Thrones og svo Aquaman í samnefndri kvikmynd. Hann lék einnig í Dune sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Leikarinn fer með aðahlutverk í sjónvarpsþáttunum See þar sem Hera Hilmarsdóttir leikur með honum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.