Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni Indriði Stefánsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun