Ísland á EM 2022: Aron er fremstur meðal leiðtoga íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 11:24 Aron Pálmarsson missti af HM í fyrra en verður í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu í ár. Vísir/Vilhelm Ábyrgðin er mikil á herðum þeirra leikmanna úr íslenska handboltalandsliðinu sem Vísir kynnir til leiks í dag. Íslenska karlalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þeim niður í fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverk þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar halda til Búdapest á morgun þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í fyrsta hlutanum í dag þá tökum við fyrir leiðtoga íslenska liðsins í ár, reynslumestu og bestu leikmenn hópsins sem þurfa að skila sínu ef vel á að fara á þessu krefjandi móti. Í þennan hóp setjum við leikmennina Aron Pálmarsson, Bjarka Má Elísson, Björgvin Pál Gústavsson, Ólaf Andrés Guðmundsson og Sigvalda Björn Guðjónsson. Allt leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson 31 árs vinstri skytta Félag: Aalborg Håndbold í Danmörku 152 landsleikir og 590 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Tólfta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 64 leikir og 236 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Arons: Mikilvægi: A+ Reynsla: A+ Hæfileikar: A+ Hlutverk: A+ Pressa: A+ Aron Pálmarsson er stærsta stjarna íslenska landsliðsins og hefur verið einn besti handboltamaður heims í langan tíma. Með Aron í stuði eru íslenska landsliðinu allir vegir færir eins og hann sýndi sem dæmi með frammistöðu sinni í sigri á þáverandi Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik á síðasta Evrópumóti þar sem hann var með 10 mörk og 9 stoðsendingar í 31-30 sigri. Aron gat ekki spilað með íslenska landsliðinu á HM í fyrra vegna meiðsla og munaði mikið um það. Hann hefur líka oft byrjað stórmót af miklum krafti en ekki haldið það út. Íslenska landsliðið fer svolítið jafnlangt og hann hefur borið það og staðan er eins nú sem fyrr. Hæfileikarnir eru óumdeilanlegir og nú er Aron búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins í nokkurn tíma. Pressan á honum er mikil eins og vanalega enda vita allir að með Aron í stuði getur íslenska liðið unnið flest ef ekki öll lið í heimi. Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti.EPA-EFE/Petr David Josek Bjarki Már Elísson 31 árs vinstri hornamaður Félag: TBV Lemgo Lippe í Þýskalandi 82 landsleikir og 232 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 30 leikir og 104 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Bjarka: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+ Bjarki Már Elísson þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu en var farinn að skipta vinstri horna stöðunni á milli sín og Guðjón Vals Sigurðssonar á síðustu mótum Guðjóns Vals. Frá því að landsliðsskór Guðjóns Vals fóru upp á hillu hefur staðan verið Bjarka. Bjarki Már hefur spilað frábærlega með Lemgo undanfarin ár og er ávallt í hópi markahæstu manna þýsku deildarinnar. Hann var líka markahæsti leikmaður íslenska liðsins á síðasta ári, bæði á HM í Egyptalandi sem og á öllu árinu. Íslenska liðið treystir á Bjarka áfram á þessu móti og samkeppnin er frá nýliðanum Orra Frey Þorkelssyni eftir að ljóst varð að Hákon Daði Styrmisson gæti ekki spilað vegna meiðsla á hné. Það verður því áfram pressa á Bjarka að nýta færin, hraðaupphlaupin og vítin sín vel á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson hefur verið markvörður íslenska landsliðsins síðan á ÓL 2008.Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson 36 ára markvörður Félag: Valur á Íslandi 239 landsleikir og 16 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: ÓL 2008 í Peking í Kína Fimmtánda stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 88 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Björgvins: Mikilvægi: A Reynsla: A+ Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B Björgvin Páll Gústavsson er reynslumesti leikmaður hópsins enda á leið á sitt fimmtánda stórmót. Hann hefur ekki misst af stórmóti landsliðsins í fjórtán ár eða frá því að hann kom inn og sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er eini silfurstrákurinn sem er enn að spila með landsliðinu. Um tíma leit út fyrir að Björgvin Páll myndi ekki spila meira með landsliðinu en BJörgvin Páll hefur spilað mjög vel með Valsliðinu í vetur og er enn besti markvörður landsliðsins. Reynsla hans og karakter er landsliðinu mikilvægur og það er erfitt að sjá fyrir sér íslenska landsliðið án Björgvins. Hann er í sömu stöðu og fyrr. Markvarslan getur skipti sköpum fyrir íslenska liðið og góð frammistaða hans getur komið liðið langt. Ólafur Andrés Guðmundsson lék á sínu fyrsta stórmóti fyrir tólf árum síðan.Getty/Jörg Schüler Ólafur Andrés Guðmundsson 31 árs vinstri skytta Félag: Montpellier Handball í Frakklandi 133 landsleikir og 270 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Ellefta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 52 leikir og 103 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Ólafs: Mikilvægi: B Reynsla: A Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: C+ Ólafur Andrés Guðmundsson er mættur á sitt ellefta stórmót og er kominn í hóp með reynslumestu stórmótsförunum í sögu íslenska landsliðsins. Hlutverk hans hefur samt oft verið óútreiknanlegt og síðustu ár hefur hann oft verið settur til hliðar. Ólafur hefur verið að standa sig vel með félagsliðum sínum en hefur stundum vantað sjálfstraustið með landsliðinu. Góð frammistaða hans þegar hann fékk tækifærið á HM í Egyptalandi er vonandi fyrirboði þess sem koma skal á mótinu í ár. Ólafur færði sig frá Svíþjóð til Frakklands þar sem hann spilar nú með liði Montpellier. Þar hefur hann verið í minna hlutverki í sóknarleiknum en með Kristianstad. Ólafur er sterkur varnarmaður og getur hjálpað íslenska liðinu mikið þar. Allt sem hann gerir í sókninni er góður bónus. Sigvaldi Björn Guðjónsson er eini hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Sigvaldi Björn Guðjónsson 27 ára hægri hornamaður Félag: Vive Tauron Kielce í Póllandi 39 landsleikir og 86 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 46 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Sigvalda: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: C+ Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur nú eignað sér stöðu hægri hornamanns eftir að Arnór Þór Gunnarsson setti landsliðsskóna upp á hillu. Sigvaldi og Arnór hafa verið að skipta með sér hægri hornastöðunni undanfarin ár en nú ætti Sigvaldi að geta einokað stöðuna á sínum bestu árum í boltanum. Sigvaldi er háklassa hornamaður og er að spila með stórliði Vive Tauron Kielce í Póllandi. Hann fær nú fyrsta sextíu mínútna stórmótið sem ætti að gefa honum gott tækifæri til að taka næsta skref. Svo mikið treystir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Sigvalda að enginn annar hreinræktaður hægri hornamaður er í hópnum. Sigvaldi skoraði 16 mörk og nýtti áttatíu prósent skota sinn á HM í fyrra og það hefur hingað til verið hægt að treysta á hann í horninu. Það er engin ástæða til að spá fyrir öðru en að hann verði áfram að skila góðum mörkum úr bæði hornum og hraðaupphlaupum. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í handbolta í föstudagskvöldið en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið tuttugu manna leikmannahóp fyrir þetta EM. Vísir ætlar að kynna leikmenn liðsins með því að skipta þeim niður í fjóra mismunandi hópa eftir stöðu þeirra innan liðsins og hlutverk þeirra í hópnum í ár sem og á síðasta stórmóti sem var HM í Egyptalandi fyrir ári síðan. Strákarnir okkar halda til Búdapest á morgun þar sem liðið leikur í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest. Í fyrsta hlutanum í dag þá tökum við fyrir leiðtoga íslenska liðsins í ár, reynslumestu og bestu leikmenn hópsins sem þurfa að skila sínu ef vel á að fara á þessu krefjandi móti. Í þennan hóp setjum við leikmennina Aron Pálmarsson, Bjarka Má Elísson, Björgvin Pál Gústavsson, Ólaf Andrés Guðmundsson og Sigvalda Björn Guðjónsson. Allt leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson 31 árs vinstri skytta Félag: Aalborg Håndbold í Danmörku 152 landsleikir og 590 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Tólfta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 64 leikir og 236 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Arons: Mikilvægi: A+ Reynsla: A+ Hæfileikar: A+ Hlutverk: A+ Pressa: A+ Aron Pálmarsson er stærsta stjarna íslenska landsliðsins og hefur verið einn besti handboltamaður heims í langan tíma. Með Aron í stuði eru íslenska landsliðinu allir vegir færir eins og hann sýndi sem dæmi með frammistöðu sinni í sigri á þáverandi Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik á síðasta Evrópumóti þar sem hann var með 10 mörk og 9 stoðsendingar í 31-30 sigri. Aron gat ekki spilað með íslenska landsliðinu á HM í fyrra vegna meiðsla og munaði mikið um það. Hann hefur líka oft byrjað stórmót af miklum krafti en ekki haldið það út. Íslenska landsliðið fer svolítið jafnlangt og hann hefur borið það og staðan er eins nú sem fyrr. Hæfileikarnir eru óumdeilanlegir og nú er Aron búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins í nokkurn tíma. Pressan á honum er mikil eins og vanalega enda vita allir að með Aron í stuði getur íslenska liðið unnið flest ef ekki öll lið í heimi. Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti.EPA-EFE/Petr David Josek Bjarki Már Elísson 31 árs vinstri hornamaður Félag: TBV Lemgo Lippe í Þýskalandi 82 landsleikir og 232 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 30 leikir og 104 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Bjarka: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+ Bjarki Már Elísson þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu en var farinn að skipta vinstri horna stöðunni á milli sín og Guðjón Vals Sigurðssonar á síðustu mótum Guðjóns Vals. Frá því að landsliðsskór Guðjóns Vals fóru upp á hillu hefur staðan verið Bjarka. Bjarki Már hefur spilað frábærlega með Lemgo undanfarin ár og er ávallt í hópi markahæstu manna þýsku deildarinnar. Hann var líka markahæsti leikmaður íslenska liðsins á síðasta ári, bæði á HM í Egyptalandi sem og á öllu árinu. Íslenska liðið treystir á Bjarka áfram á þessu móti og samkeppnin er frá nýliðanum Orra Frey Þorkelssyni eftir að ljóst varð að Hákon Daði Styrmisson gæti ekki spilað vegna meiðsla á hné. Það verður því áfram pressa á Bjarka að nýta færin, hraðaupphlaupin og vítin sín vel á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson hefur verið markvörður íslenska landsliðsins síðan á ÓL 2008.Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson 36 ára markvörður Félag: Valur á Íslandi 239 landsleikir og 16 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: ÓL 2008 í Peking í Kína Fimmtánda stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 88 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Björgvins: Mikilvægi: A Reynsla: A+ Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B Björgvin Páll Gústavsson er reynslumesti leikmaður hópsins enda á leið á sitt fimmtánda stórmót. Hann hefur ekki misst af stórmóti landsliðsins í fjórtán ár eða frá því að hann kom inn og sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er eini silfurstrákurinn sem er enn að spila með landsliðinu. Um tíma leit út fyrir að Björgvin Páll myndi ekki spila meira með landsliðinu en BJörgvin Páll hefur spilað mjög vel með Valsliðinu í vetur og er enn besti markvörður landsliðsins. Reynsla hans og karakter er landsliðinu mikilvægur og það er erfitt að sjá fyrir sér íslenska landsliðið án Björgvins. Hann er í sömu stöðu og fyrr. Markvarslan getur skipti sköpum fyrir íslenska liðið og góð frammistaða hans getur komið liðið langt. Ólafur Andrés Guðmundsson lék á sínu fyrsta stórmóti fyrir tólf árum síðan.Getty/Jörg Schüler Ólafur Andrés Guðmundsson 31 árs vinstri skytta Félag: Montpellier Handball í Frakklandi 133 landsleikir og 270 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Ellefta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 52 leikir og 103 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Ólafs: Mikilvægi: B Reynsla: A Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: C+ Ólafur Andrés Guðmundsson er mættur á sitt ellefta stórmót og er kominn í hóp með reynslumestu stórmótsförunum í sögu íslenska landsliðsins. Hlutverk hans hefur samt oft verið óútreiknanlegt og síðustu ár hefur hann oft verið settur til hliðar. Ólafur hefur verið að standa sig vel með félagsliðum sínum en hefur stundum vantað sjálfstraustið með landsliðinu. Góð frammistaða hans þegar hann fékk tækifærið á HM í Egyptalandi er vonandi fyrirboði þess sem koma skal á mótinu í ár. Ólafur færði sig frá Svíþjóð til Frakklands þar sem hann spilar nú með liði Montpellier. Þar hefur hann verið í minna hlutverki í sóknarleiknum en með Kristianstad. Ólafur er sterkur varnarmaður og getur hjálpað íslenska liðinu mikið þar. Allt sem hann gerir í sókninni er góður bónus. Sigvaldi Björn Guðjónsson er eini hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Sigvaldi Björn Guðjónsson 27 ára hægri hornamaður Félag: Vive Tauron Kielce í Póllandi 39 landsleikir og 86 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 46 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Sigvalda: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: C+ Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur nú eignað sér stöðu hægri hornamanns eftir að Arnór Þór Gunnarsson setti landsliðsskóna upp á hillu. Sigvaldi og Arnór hafa verið að skipta með sér hægri hornastöðunni undanfarin ár en nú ætti Sigvaldi að geta einokað stöðuna á sínum bestu árum í boltanum. Sigvaldi er háklassa hornamaður og er að spila með stórliði Vive Tauron Kielce í Póllandi. Hann fær nú fyrsta sextíu mínútna stórmótið sem ætti að gefa honum gott tækifæri til að taka næsta skref. Svo mikið treystir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Sigvalda að enginn annar hreinræktaður hægri hornamaður er í hópnum. Sigvaldi skoraði 16 mörk og nýtti áttatíu prósent skota sinn á HM í fyrra og það hefur hingað til verið hægt að treysta á hann í horninu. Það er engin ástæða til að spá fyrir öðru en að hann verði áfram að skila góðum mörkum úr bæði hornum og hraðaupphlaupum.
Aron Pálmarsson 31 árs vinstri skytta Félag: Aalborg Håndbold í Danmörku 152 landsleikir og 590 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Tólfta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 64 leikir og 236 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Arons: Mikilvægi: A+ Reynsla: A+ Hæfileikar: A+ Hlutverk: A+ Pressa: A+
Bjarki Már Elísson 31 árs vinstri hornamaður Félag: TBV Lemgo Lippe í Þýskalandi 82 landsleikir og 232 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2017 í Frakklandi Sjötta stórmótið með íslenska landsliðinu (Þriðja Evrópumótið) 30 leikir og 104 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Bjarka: Mikilvægi: A Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: B+
Björgvin Páll Gústavsson 36 ára markvörður Félag: Valur á Íslandi 239 landsleikir og 16 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: ÓL 2008 í Peking í Kína Fimmtánda stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 88 leikir og 7 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Björgvins: Mikilvægi: A Reynsla: A+ Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: B
Ólafur Andrés Guðmundsson 31 árs vinstri skytta Félag: Montpellier Handball í Frakklandi 133 landsleikir og 270 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: EM 2010 í Austurríki Ellefta stórmótið með íslenska landsliðinu (Sjöunda Evrópumótið) 52 leikir og 103 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Ólafs: Mikilvægi: B Reynsla: A Hæfileikar: B Hlutverk: B Pressa: C+
Sigvaldi Björn Guðjónsson 27 ára hægri hornamaður Félag: Vive Tauron Kielce í Póllandi 39 landsleikir og 86 landsliðsmörk Fyrsta stórmótið: HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi Fjórða stórmótið með íslenska landsliðinu (Annað Evrópumótið) 21 leikur og 46 mörk á stórmótum ------------------------------------ Matspjaldið hans Sigvalda: Mikilvægi: B Reynsla: B Hæfileikar: B+ Hlutverk: A Pressa: C+
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti