Hallærislegt virkjanaútspil Tómas Guðbjartsson skrifar 8. janúar 2022 07:00 Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Þjóðgarðar Ísafjarðarbær Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum. Á enn eina ferðina að níðast á Hvalá og endurvekja það virkjanalík frá dauðum? Eða er það virkjun í Vatnsfirði sem er málið, líkt og Orkubú Vestfjarða telur fýsilegt? Minni á að Vatnsfjörður var friðaður árið 1975 og ef á að virkja þar þarf að rífa upp friðlýsinguna. Ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að standa fyrir slíkum gjörningi? Aðspurður í fréttum RÚV tekur Birgir Gunnarsson bæjarstjóri fram að bæjarstjórnin „sé ekki mótfallin þjóðgarði“ og hann sé „hið besta mál náttúrlega“. Hitt sveitarfélagið sem kemur að þjóðgarðinum, Vesturbyggð, er sammála því, enda ítrekað samþykkt þjóðgarðinn. Sem er ekkert skrítið því Vesturbyggð sér í honum ýmsa möguleika og leyfir náttúrunni að njóta vafans. Útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar verður trauðla til að efla samstöðu Vestfirðinga í þessu máli sem og öðrum. Það var hún sem bakkaði óvænt út 17. júní sl. þegar skrifa átti undir samþykkt um þjóðgarðinn. Fram að því höfðu báðar sveitarstjórnir unnið að framgangi þjóðgarðs í góðri samvinnu með stjórnvöldum. Ekki stórmannleg ákvörðun það á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Rétt er að minnast þess að bæjarstjórn Ísafjarðar vildi fyrir ekki svo mörgum árum síðan veita vatni ofan Dynjanda í Mjólkárvirkjun. Með því átti að auka afl hennar, en um leið hefði vatn til fossins Dynjanda, einnar helstu gullkýr Vestfjarða, geta skerst. Sem betur fer var sú sturlaða hugmynd blásin af og fossinn og umhverfi hans nú friðað. Nýtt útspil bæjarstjórnar Ísafjarðar er í sama anda, og mun ekki eldast vel frekar en atlagan að Dynjanda. Allir eru sammála um að orkuöryggi er ófullnægjandi á Vestfjörðum. Vandamálið liggur hins vegar ekki í skorti á stórvirkjunum heldur í götóttu dreifikerfi. Því ættu áherslurnar að snúast um að styrkja línulagnir og koma þeim í jörð þar sem vetrarveðrin eru hvað verst. Rétt er að taka fram að í tillögum að friðlýsingu er undanþága fyrir lagningu raflína í gegnum þjóðgarðinn. Á Vestfjörðum er mun nærtækara að afla rafmangs með umhverfisvænni smávirkjunum og vindorku í stað stórvirkjana – því slíkar framkvæmdir rústa náttúruperlum sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Annars verður fórnarkostnaðurinn of mikill og við Vestfirðingar skjótum okkur í fótinn. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar