Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 08:01 Gilberto Duarte reynir að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson í sigri Portúgals gegn Íslandi á HM fyrir ári síðan. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt að æfingamóti í Sviss hefði verið aflýst. Á mótinu átti Portúgal að mæta heimamönnum, Svartfjallalandi og Úkraínu um komandi helgi. Á heimasíðu mótsins segir að vegna smita í liðum Portúgals og Svartfjallalands sé ekki annað hægt en að fresta mótinu fram á næsta ár. Samkvæmt nýjustu fréttum eru reglur EHF á þá leið að leikmenn þurfi að bíða í 14 daga eftir að smit greinist, þar til að þeir mega spila á EM. Það þýðir að leikmaður sem greinist smitaður í dag missir af leikjunum þremur í riðlakeppninni. Enn stendur til að Ísland leiki vináttulandsleiki í aðdraganda þess að liðið mætir Portúgal 14. janúar í Búdapest. Litháar eru væntanlegir til landsins og leika liðin tvo leiki á Ásvöllum, á föstudag og sunnudag. Þrír leikmenn greindust smitaðir í íslenska landsliðshópnum undir lok síðasta árs, áður en hópurinn kom saman til æfinga 2. janúar. Enginn þeirra kom þó smitaður til móts við hópinn, sem verður í búblu hér á landi þar til að haldið verður á EM. Þegar æfingar hófust voru 17 af 20 leikmönnum með eftir að hafa allir reynst með neikvæð sýni við fyrstu PCR-próf. Tveir leikmenn voru þá í sóttkví og einn í einangrun, en áttu að geta komið inn í búbluna í miðri viku. Eins og fyrr segir er fyrsti leikur Íslands á EM gegn Portúgal 14. janúar en liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og heimamönnum í Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Sveinn meiddist á hné og óvíst með þátttöku hans á EM Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu karlalandsliðsins í handbolta í morgun. Óvíst er með þátttöku hans á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2022 16:15