Skiptir velferð ungra barna engu máli lengur? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 4. janúar 2022 15:01 Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii]. Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps. Drögum þetta saman: Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna. Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna. Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv]. Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf [iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað. [iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii]. Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps. Drögum þetta saman: Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna. Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna. Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv]. Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf [iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað. [iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun