Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar Rúnar Sigurðsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun