Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Jón Bjarni Steinsson skrifar 29. desember 2021 14:09 Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun