Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 09:02 Dennis Rodman missti af tækifærinu að spila með Böðvari Guðjónssyni í liði Bumbunnar. EPA&S2 Sport Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan. Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan.
Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira