Tiger Woods og sonur hans náðu ellefu fuglum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 17:00 Tiger Woods faðmar son sinn Charlie Woods efir lokapúttið á átjándu holunni. AP/Scott Audette Tiger Woods og Charlie settu á svið sannkallaða golfsýningu á seinni deginum á PNC Championship fjölskyldumótinu en urðu á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Daly feðgunum. Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira