Körfubolti

NBA deildinni verður ekki frestað

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Adam Silver er hæstráðandi í NBA
Adam Silver er hæstráðandi í NBA EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Þrátt fyrir mikla aukningu smita ætlar NBA deildin ekki að stöðva deildina sjálfa eins og gerðist í Mars 2020.

Þetta kemur fram hjá einum helsta blaðamanni ESPN, Adrien Wojnarowski, en hann þykir einn sá allra tengdasti þegar kemur að þessari sterkustu körfuboltadeild í heiminum. Wojnarowski, eða Woj, eins og hann er oftast kallaður gaf út í gær að stjórn NBA, sem samanstendur af meirihlutaeigendum allra liðanna, ætlar ekki að stöðva deildina.

Þessar fregnar koma í kölfarið á mikilli smithrinu sem er í rauninni í gangi úti um allan heim vegna Ómikron afbrigðis kórónuveirunnar. Mörg lið hafa misst úr marga leikmenn og þurfti lið Chicago Bulls til að mynda að spila með einungis átta leikmenn á skýrslu. Þurfti í kjölfarið að fresta einhverjum leikjum liðsins.

Adam Silver og þeir sem stýra NBA deildinni gáfu nýverið út nýjar reglur þar sem er skerpt á grímunotkun og persónulegum sóttvörnum. Þá hefur komið til tals að hætta að skiða einkennalausa leikmenn sem hafa verið bólusettir sem og að þvinga lið sem væru með mörg smit að semja við fleiri leikmenn.

NBA deildin stoppaði í mars 2020 þegar að Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, greindist smitaður fyrir leik gegn Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið stöðvaði Silver deildina alfarið og margar aðrar íþróttadeildir gerðu slíkt hið sama fljótlega á eftir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×