Þórir getur komið norsku stelpunum í tíunda úrslitaleikinn á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 13:30 Þórir Hergeirsson mun örugglega undirbúa sínar stelpur vel fyrir leikinn í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er á kunnuglegum slóðum með norska kvennalandsliðið í handbolta en það spilar í kvöld í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Norsku stelpurnar spila þar við heimakonur frá Spáni í seinni undanúrslitaleik dagsins en áður mætast Danmörk og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Spænska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa en norsku stelpurnar hafa ekki tapað leik. ' #Spain2021! ? #SheLovesHanball pic.twitter.com/B27jfTIswy— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá árinu 2009 og getur náð tímamótum í kvöld komi hann sínum í stelpum í gegnum þetta sterka spænska lið. Hann hefur nefnilega þegar komið norska liðinu í níu úrslitaleiki á stórmótum, fimm úrslitaleiki á EM, þrjá úrslitaleiki á HM og einn úrslitaleik á Ólympíuleikum. Vinnist leikurinn í kvöld þá verður hann einnig öruggur með sín þrettándu verðlaun sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. I kveld møter Håndballjentene vertsnasjon Spania til semifinale! Tar de revansj for semifinale-tapet i 2019? Kampen om finaleplassen skjer 20.30 på TV3! Følg med pic.twitter.com/hLXLBZWFeK— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 17, 2021 Norska liðið hefur spilað þrettán undanúrslitaleiki undir hans stjórn og unnið níu þeirra. Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari síðan í fyrra en tapaði einmitt á móti Spáni í undanúrslitaleiknum á síðasta HM sem fram fór í Japan í desember 2019. Norsku stelpurnar eiga því harma að hefna frá því í þeim leik sem tapaðist með sex marka mun, 22-28, eftir að það var jafnt í hálfleik, 13-13. Undanúrslitaleikur Noregs og Spánar hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Have a look at the reactions of the players after Norway defeated the @rushandball team to make it through the semifinals! Camilla Herrem, player of @NORhandball: "I think it will be so much fun playing against Spain with the full arena" #SheLovesHandball pic.twitter.com/xoBUVBOQiG— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Norsku stelpurnar spila þar við heimakonur frá Spáni í seinni undanúrslitaleik dagsins en áður mætast Danmörk og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Spænska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa en norsku stelpurnar hafa ekki tapað leik. ' #Spain2021! ? #SheLovesHanball pic.twitter.com/B27jfTIswy— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021 Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá árinu 2009 og getur náð tímamótum í kvöld komi hann sínum í stelpum í gegnum þetta sterka spænska lið. Hann hefur nefnilega þegar komið norska liðinu í níu úrslitaleiki á stórmótum, fimm úrslitaleiki á EM, þrjá úrslitaleiki á HM og einn úrslitaleik á Ólympíuleikum. Vinnist leikurinn í kvöld þá verður hann einnig öruggur með sín þrettándu verðlaun sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. I kveld møter Håndballjentene vertsnasjon Spania til semifinale! Tar de revansj for semifinale-tapet i 2019? Kampen om finaleplassen skjer 20.30 på TV3! Følg med pic.twitter.com/hLXLBZWFeK— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 17, 2021 Norska liðið hefur spilað þrettán undanúrslitaleiki undir hans stjórn og unnið níu þeirra. Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari síðan í fyrra en tapaði einmitt á móti Spáni í undanúrslitaleiknum á síðasta HM sem fram fór í Japan í desember 2019. Norsku stelpurnar eiga því harma að hefna frá því í þeim leik sem tapaðist með sex marka mun, 22-28, eftir að það var jafnt í hálfleik, 13-13. Undanúrslitaleikur Noregs og Spánar hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Have a look at the reactions of the players after Norway defeated the @rushandball team to make it through the semifinals! Camilla Herrem, player of @NORhandball: "I think it will be so much fun playing against Spain with the full arena" #SheLovesHandball pic.twitter.com/xoBUVBOQiG— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 15, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira