Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 10. desember 2021 18:00 Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun