Verðbólga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. desember 2021 07:01 Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun