Handbolti

Ágúst Elí lokaði markinu og var meðal marka­skorara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki Kolding er liðið lagði SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 29-23.

Heimamenn voru langtum sterkari aðilinn í leik kvöldsins. Þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og unnu á endanum þægilegan sex marka sigur, 29-23.

Sigurinn hefði ekki varið jafn þægilegur og raun bar vitni ef ekki hefði verið fyrir magnaðan leik Ágústs Elí í markinu. Hann varði 18 sko tí leiknum og var með tæplega 49 prósent markvörslu. Þá skoraði hann einnig eitt mark í leiknum.

Kolding er sem stendur í 11. sæti deildarinnar með 11 stig að loknum 14 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.