Gefum umhverfisvænni jólagjafir Ingrid Kuhlman skrifar 2. desember 2021 11:31 Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Jól Ingrid Kuhlman Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun