Sebastian: Við fórum á taugum í kvöld Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2021 21:45 Sebastian Alexandersson var svekktur með tap kvöldsins Vísir/Vilhelm HK tapaði sínum níunda leik í röð í kvöld þegar HK sótti Víking heim. Víkingur keyrði yfir HK í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira