Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 09:40 Forsvarsmenn ÁTVR vilja kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Vísir/Kolbeinn Tumi Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent