Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun