Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ég er sko vinur þinn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
En hvað þýðir skóstærðin?
En hvað þýðir skóstærðin? Skjáskot úr Körfuboltakvöldi

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í körfuboltakvöldi eru alltaf að brydda upp á nýjum og skemmtilegum liðum í þættinum.

Í nýjasta þættinum, sem var sýndur á föstudagskvöldið, er engin breyting þar á en þar var kynntur inn leikurinn „Ég er sko vinur þinn“. Í leiknum áttu sérfræðingar þáttarins, þeir Matthías Orri Sigurðarson og Darri Freyr Atlason, að keppast um hvor þekkti hinn betur. En þeir eru bestu vinir.

Spurt var þriggja spurninga í keppninni en spurning númer tvö snerist um skóstærð þeirra félagana.

„Miðað við skóna sem þú spilaðir í í fyrra þá notarðu númer 44 og hálft“, sagði Darri, viss í sinni sök.

„Það er 44 og hálft í körfuboltaskóm en 44 venjulega“, svaraði Matthías svo Darri hitti naglann á höfuðið.

En Matthías þekkti Darra ekki alveg eins vel. Hann skaut á 43 og hálft.

„Nei, sko, ég nefninlega með litla fætur“, sagði Darri og hló við og hinir í stúdíóinu hlógu með.

Allan leikinn „Ég er sko vinur þinn“ má sjá hér að neðan:

Klippa: Körfuboltakvöld: Ég er sko vinur þinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×