Aukið álag á barnafjölskyldur í faraldrinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 10:52 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf landsmanna. Getty/Christopher Hopefitch Fjórðungur barnafjölskyldna hefur fundið fyrir auknu álagi í kórónuveirufaraldrinum. Til samanburðar segjast 10% barnlausra svarenda hafa fundið fyrir auknu álagi. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum. Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum.
Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira