Handbolti

Sigursteinn Arndal: Mér fannst við helvíti graðir í dag

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var sáttur með stigin í dag.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var sáttur með stigin í dag. Vísir: Vilhelm

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var sáttur með sína menn eftir góðan sigur á móti Stjörnunni í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sjö marka sigur, 26-33. 

„Það þarf alltaf að vera klár í allan fjandann á móti Stjörnunni og við vorum það. Við leystum flest allt sem þeir komu með. En fyrst og síðast, góð vörn. Það sagði við mig góður maður í dag að þessu leikur myndi vinnast á greddu. Mér fannst við helvíti graðir í dag.“

FH-ingar áttu í vandræðum með 7 á 6 í síðasta leik. Stjörnumenn ætluðu að nýta sér það í dag en augljóst að FH-ingar ætluðu ekki að misstíga sig aftur. 

„7 á 6 hefur ekki verið vandamál í okkar leikjum gegnum tíðina. Það var vandamál í síðasta leik og Valsararnir gerðu það líka frábærlega vel. Við fórum vel í gegnum það og mér fannst við svara því vel í dag.“

Phil Döhler þurfti að fara útaf snemma í fyrri hálfleik meiddur og aðspurður hvort það sé í lagi með hann sagði Sigursteinn þetta: 

„Nei það held ég ekki. Ég ætla að minnast á það að mér finnst Svavar geggjaður, hann kom frábær inn og stóð sig frábærlega.“

Svavar Ingi Sigmundsson kom inn í hans stað og stóð sig frábærlega. Hann var meðal annars með tvö mörk og varði eitt víti. 

Verður höfuðverkur að ákveða hver byrjar leiki hjá ykkur núna?

„Vonandi. Nei nei alls ekki, Phil er frábær markmaður og okkar fyrsti markmaður. Svavar er frábært efni og æfir vel, hann mun fá tækifæri. Ef hann heldur áfram að nota þetta svona þá erum við í góðum málum.“

FH-ingar eiga Fram í næsta leik og ætla halda ótrauðir áfram. 

„Eins og ég er búinn að segja eftir alla síðustu leiki erum við búnir að vera á góðu rönni viku eftir viku og við ætlum að halda því áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×