Einelti eitthvað sem enginn á að þurfa að upplifa Hannes Sigurbjörn Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 15:30 Þessi færsla er gerð með samþykki sonar míns sem þráir fátt meira en að uppræta einelti úr okkar samfélagi. Það sýnir mikinn þroska og hugrekki af hans hálfu. Hann vill opna umræðuna enn meira um einelti og afleiðingar þess. Eineltið hófst þegar við fjölskyldan fluttum þegar hann var 10 ára og hann fór þá í nýjan skóla. Hann byrjaði í þessum nýja skóla og má segja að eftir um hálfan vetur hafi farið að bera á smá einelti í hans garð, hvernig honum var tekið af nýjum félögum í bekk/árgang. Stærstur hluti þessa eineltis hófst vegna þess að hann er lesblindur og átti því ansi erfitt með nám. Fyrstu tvö árin var eineltið „vægt“ ef hægt er að orða það þannig. Hans fyrstu viðbrögð fljótlega eftir að þetta einelti hófst var að sjálfsögðu að fara í vörn og átti hann það til að vera með trúðslæti sem var hans brynja gegn þessu ofbeldi. Þá var hann dæmdur af námserfiðileikum og trúðslátum, hann var auðvelt „skotmark“. Því miður gerði það eineltið verra og verra með árunum. Það magnaðist eftir því sem hann varð eldri og varð ansi ljótt og illkvittið undir það síðasta þegar 9. bekk lauk. Það má segja að það hafi náð hámarki í Vinnuskólanum sumarið fyrir 10. bekk og þá áttuðum við foreldrarnir hversu slæmt og rosalega ljótt þetta einelti var orðið. Hann passaði sig á því að við vissum ekki alveg allt sem hafði gersti árið á undan í skólanum. Þarna, þetta sumar, opnaði hann sig við okkur um stöðuna. Það voru ekki bara einhverjir 2-3 sem tóku þátt heldur fjöldinn allur af krökkum. Sögurnar af hans einelti eru margar ljótar og sýna hvað við mannfólkið frá unga aldri getum verið vond við náungann okkar. Það versta fyrir utan andlegt og líkamlega ofbeldið sem eineltið var þá var það útskúfun úr bekknum/árgangnum/skólanum. Nánast allan 8. og 9. bekk var honum varla heilsað á félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður , hann var ekki til. Loksins eftir nokkur ár og byrjun 10. bekkjar var tekið á eineltinu af festu fyrir tilstilli frábærs kennara sem kom nýr inn sem umsjónarkennari í bekkinn. Hún var ekki lengi að sjá að eitthvað óeðlilegt var í gangi sem yrði að uppræta. Þrátt fyrir að ræða áhyggjur okkar við kennara árin á undan þá var eins og þeir kennarar áttuðu sig ekki á alvarleika eineltisins og við fengum aldrei ráð frá þeim eða skólanum hvernig við sem foreldrar gætum tekið á málinu og gefið formlega tilkynningu um grun vegna eineltis. Við vorum ekki upplýst. Þetta var orðið það slæmt þegar loksins var farið að taka almennilega á þessu að ég og konan mín áttum það eina úrræði eftir að tala fyrir hönd sonar okkar við alla foreldranna í árgangi hans til lýsa fyrir þeim erfiðleikum og okkar áhyggjum af framtíð sonar okkar við þessar aðstæður. Hann 15 ára að hefja 10. bekk vildi og bað okkur um að tala við foreldrana. Hann bað okkur um að fara með skilaboð inná fundinn og ég gleymi þessum skilaboðum aldrei. Skilaboðin voru þessi: „Pabbi og mamma viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“. Hann var sko aldeilis búin að fá heyra þessi orð um sig í nokkur ár. Þarna stóðum við berskjölduð með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum að tala upphátt um aðstæður sonar okkar. Við í orðsins fyllstu merkingu vorum að grátbiðja foreldrana um að tala við börnin sín og fá þau í lið með okkur fjölskyldunni og skólanum að gera allt til að setja plástur á stóra opna sárið sem sést ekki utan á börnum í þessum aðstæðum. Einhverjir tóku þetta til sín og ræddu við börnin sem við erum og munum alltaf vera þakklát fyrir. Við náðum að fá hluta af foreldrunum og þá um leið krökkunum með okkur í setja plástur sárið. Sonur okkar útskrifaðist úr grunnskóla og veru hans í þessum skóla með nokkrar góðar minningar, ekki bara vondar, var stór sigur. Ég leyfi mér að segja að svona slæmu einelti fylgir einnig mikil útskúfun úr þínu nærsamfélagi og það er virkilega vont og sárt. Það sem er svo sárt núna, þegar minn einstaki hæfileikaríki sonur með magnaðan húmor þrátt fyrir allt það sem á undan er gengið nálgast 18 ára afmælið sitt eftir nokkra mánuði, er að afleiðingar eineltisins eru enn þá til staðar hjá hópi ungmenna á hans aldri í okkar nærsamfélagi. Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en svo að hann er nánast dæmdur af sínum jafnöldrum í nærsamfélaginu. Því miður skemmir það fyrir honum ýmislegt enn þann dag í dag. Til dæmis áhugamálið og íþróttina sem hann hefur stundað frá fjögurra ára aldri. Hann fær ekki að njóta sannmælis eða taka þátt á jafningjagrunni. Hann fær margar pillur og ljótar athugasemdir sinna eigin liðsfélaga enn þann í dag. Það er eins og það sé ákveðin menning í því að halda bara áfram að vera illkvittinn við hann. Það er enn reynt að brjóta hann niður. Félagslegi þátturinn í uppvexti barnanna okkar er mjög mikilvægur og þar missti sonur minn úr nokkur mikilvæg ár sem mun taka allt hans líf að vinna með. Hann bað mig sérstaklega að minnast á þetta með félagslega þáttinn þegar við ræddum saman um að skrifa þennan pistil. Í dag er sonur minn duglegur nemandi í framhaldsskóla og hann ætlar ekki að gefast upp á að fá á einhverjum tímapunkti að njóta þess að vera til í okkar nær samfélagi á jafningjagrunni. Hann er með einstakt hjartalag og hugrekki sem við foreldrar hans og fleiri í fjölskyldunni erum mikið stolt af. Sonur okkar Jón Gautur Hannesson er hetja í okkar huga sem hefur ekki enn látið mikið mótlæti brjóta sig endanlega niður en það hefur oft verið ansi stutt í það. Tökum niður hestahlífarnar því einelti er enn þann í dag hættulegur hluti af okkar samfélagi Við berum öll, hvert og eitt okkar, þá samfélagslegu ábyrgð að stöðva þá meinsemd sem einelti er. Við fjölskyldan búum í góðu bæjarfélagi og ég vil því taka það skýrt fram að þetta getur og er að gerast í öllum bæjarfélögum landsins og öllum nær samfélögum. Þessi saga er sögð til að reyna að opna umræðuna enn meira. Gerum allt til að stöðva einelti. Stöndum með öllum börnum og ungmennum. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hannes S. Jónsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi færsla er gerð með samþykki sonar míns sem þráir fátt meira en að uppræta einelti úr okkar samfélagi. Það sýnir mikinn þroska og hugrekki af hans hálfu. Hann vill opna umræðuna enn meira um einelti og afleiðingar þess. Eineltið hófst þegar við fjölskyldan fluttum þegar hann var 10 ára og hann fór þá í nýjan skóla. Hann byrjaði í þessum nýja skóla og má segja að eftir um hálfan vetur hafi farið að bera á smá einelti í hans garð, hvernig honum var tekið af nýjum félögum í bekk/árgang. Stærstur hluti þessa eineltis hófst vegna þess að hann er lesblindur og átti því ansi erfitt með nám. Fyrstu tvö árin var eineltið „vægt“ ef hægt er að orða það þannig. Hans fyrstu viðbrögð fljótlega eftir að þetta einelti hófst var að sjálfsögðu að fara í vörn og átti hann það til að vera með trúðslæti sem var hans brynja gegn þessu ofbeldi. Þá var hann dæmdur af námserfiðileikum og trúðslátum, hann var auðvelt „skotmark“. Því miður gerði það eineltið verra og verra með árunum. Það magnaðist eftir því sem hann varð eldri og varð ansi ljótt og illkvittið undir það síðasta þegar 9. bekk lauk. Það má segja að það hafi náð hámarki í Vinnuskólanum sumarið fyrir 10. bekk og þá áttuðum við foreldrarnir hversu slæmt og rosalega ljótt þetta einelti var orðið. Hann passaði sig á því að við vissum ekki alveg allt sem hafði gersti árið á undan í skólanum. Þarna, þetta sumar, opnaði hann sig við okkur um stöðuna. Það voru ekki bara einhverjir 2-3 sem tóku þátt heldur fjöldinn allur af krökkum. Sögurnar af hans einelti eru margar ljótar og sýna hvað við mannfólkið frá unga aldri getum verið vond við náungann okkar. Það versta fyrir utan andlegt og líkamlega ofbeldið sem eineltið var þá var það útskúfun úr bekknum/árgangnum/skólanum. Nánast allan 8. og 9. bekk var honum varla heilsað á félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður , hann var ekki til. Loksins eftir nokkur ár og byrjun 10. bekkjar var tekið á eineltinu af festu fyrir tilstilli frábærs kennara sem kom nýr inn sem umsjónarkennari í bekkinn. Hún var ekki lengi að sjá að eitthvað óeðlilegt var í gangi sem yrði að uppræta. Þrátt fyrir að ræða áhyggjur okkar við kennara árin á undan þá var eins og þeir kennarar áttuðu sig ekki á alvarleika eineltisins og við fengum aldrei ráð frá þeim eða skólanum hvernig við sem foreldrar gætum tekið á málinu og gefið formlega tilkynningu um grun vegna eineltis. Við vorum ekki upplýst. Þetta var orðið það slæmt þegar loksins var farið að taka almennilega á þessu að ég og konan mín áttum það eina úrræði eftir að tala fyrir hönd sonar okkar við alla foreldranna í árgangi hans til lýsa fyrir þeim erfiðleikum og okkar áhyggjum af framtíð sonar okkar við þessar aðstæður. Hann 15 ára að hefja 10. bekk vildi og bað okkur um að tala við foreldrana. Hann bað okkur um að fara með skilaboð inná fundinn og ég gleymi þessum skilaboðum aldrei. Skilaboðin voru þessi: „Pabbi og mamma viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“. Hann var sko aldeilis búin að fá heyra þessi orð um sig í nokkur ár. Þarna stóðum við berskjölduð með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum að tala upphátt um aðstæður sonar okkar. Við í orðsins fyllstu merkingu vorum að grátbiðja foreldrana um að tala við börnin sín og fá þau í lið með okkur fjölskyldunni og skólanum að gera allt til að setja plástur á stóra opna sárið sem sést ekki utan á börnum í þessum aðstæðum. Einhverjir tóku þetta til sín og ræddu við börnin sem við erum og munum alltaf vera þakklát fyrir. Við náðum að fá hluta af foreldrunum og þá um leið krökkunum með okkur í setja plástur sárið. Sonur okkar útskrifaðist úr grunnskóla og veru hans í þessum skóla með nokkrar góðar minningar, ekki bara vondar, var stór sigur. Ég leyfi mér að segja að svona slæmu einelti fylgir einnig mikil útskúfun úr þínu nærsamfélagi og það er virkilega vont og sárt. Það sem er svo sárt núna, þegar minn einstaki hæfileikaríki sonur með magnaðan húmor þrátt fyrir allt það sem á undan er gengið nálgast 18 ára afmælið sitt eftir nokkra mánuði, er að afleiðingar eineltisins eru enn þá til staðar hjá hópi ungmenna á hans aldri í okkar nærsamfélagi. Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en svo að hann er nánast dæmdur af sínum jafnöldrum í nærsamfélaginu. Því miður skemmir það fyrir honum ýmislegt enn þann dag í dag. Til dæmis áhugamálið og íþróttina sem hann hefur stundað frá fjögurra ára aldri. Hann fær ekki að njóta sannmælis eða taka þátt á jafningjagrunni. Hann fær margar pillur og ljótar athugasemdir sinna eigin liðsfélaga enn þann í dag. Það er eins og það sé ákveðin menning í því að halda bara áfram að vera illkvittinn við hann. Það er enn reynt að brjóta hann niður. Félagslegi þátturinn í uppvexti barnanna okkar er mjög mikilvægur og þar missti sonur minn úr nokkur mikilvæg ár sem mun taka allt hans líf að vinna með. Hann bað mig sérstaklega að minnast á þetta með félagslega þáttinn þegar við ræddum saman um að skrifa þennan pistil. Í dag er sonur minn duglegur nemandi í framhaldsskóla og hann ætlar ekki að gefast upp á að fá á einhverjum tímapunkti að njóta þess að vera til í okkar nær samfélagi á jafningjagrunni. Hann er með einstakt hjartalag og hugrekki sem við foreldrar hans og fleiri í fjölskyldunni erum mikið stolt af. Sonur okkar Jón Gautur Hannesson er hetja í okkar huga sem hefur ekki enn látið mikið mótlæti brjóta sig endanlega niður en það hefur oft verið ansi stutt í það. Tökum niður hestahlífarnar því einelti er enn þann í dag hættulegur hluti af okkar samfélagi Við berum öll, hvert og eitt okkar, þá samfélagslegu ábyrgð að stöðva þá meinsemd sem einelti er. Við fjölskyldan búum í góðu bæjarfélagi og ég vil því taka það skýrt fram að þetta getur og er að gerast í öllum bæjarfélögum landsins og öllum nær samfélögum. Þessi saga er sögð til að reyna að opna umræðuna enn meira. Gerum allt til að stöðva einelti. Stöndum með öllum börnum og ungmennum. Höfundur er faðir.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar