Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 11:00 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur leikið sérlega vel með HK að undanförnu. vísir/vilhelm Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira