Dagbók frá Glasgow Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:31 Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Loftslagsmál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun