Opið bréf til heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis Jón Þór Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2021 11:32 Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Annað hefur komið á daginn og 18 mánuðum síðar eru hér enn höft og inngrip orðin hluti af daglegu lífi einkennalausra og ósmitaðra. Grímulaus áróður hefur verið rekinn af yfirvöldum gagnvart „landamærunum”. Þar er átt við alla sem ferðast um þau, bæði íslenska ríkisborgara sem og erlenda gesti. Við landamærin eru allir sem þar fara um skimaðir og þannig er öllum borgurum gert að gefa lífssýni, ellegar sæta farbanni og / eða frelsissviptingu í formi stofufangelsis. Réttlætingin fyrir því sem líkja má við ofbeldi er að það sé verið að vernda borgarana og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Slík réttlæting stenst auðvitað enga skoðun. Komið hefur fram í fjölmiðlum að undirliggjandi vandi Landspítalans sé starfsumhverfi og launamál. Slíkan vanda þarf að leysa þar sem lausna er að leita en ekki með frelsisskerðingum og inngripum í líf almennra borgara. Við erum ekki öll í þessu saman, þó að öðru hafi verið haldið fram. Ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Um 30% þjóðarinnar hafa goldið dýrum dómi með atvinnumissi og tekjuskerðingum. Fjöldi fyrirtækja er og hefur allan þennan tíma verið í meiri rekstrarvandræðum en þörf var á. Það er ekki fyrr en heildarmyndin mun birtast, stjórnlaus hallarekstur ríkissjóðs, vaxandi verðbólga, hækkandi vöruverð osfrv. að við verðum öll í þeirri súpu saman. Ráðherrar og ríkisstjórnin hafa fallið á prófinu um lögmætisregluna, sem í grunninn er sú að ríkið sé bundið en borgarinn frjáls. Það er hægt að hugsa sér dæmi sem skýra fáránleika þessara ákvarðana. Væri t.a.m. réttlætanlegt að setja hér á útgöngubann til að koma í veg fyrir of mikið álag á lögregluna ? Hvað með að banna akstur til að koma í veg fyrir umferðarslys ? Auðvitað ekki, þetta eru fáránlegar vangaveltur og um þær yrði engin samstaða. Ef heilbrigðiðskerfið getur ekki höndlað 5-50 auka tilfelli af innlögnum er þá svarið frelsisskerðingar hjá heilbrigðu fólki ? Getur verið að ákveðnir aðilar séu bara úr hófi fram stjórnlindir og kannski vanhæfir í starfi þar sem þeim hefur mistekist í vel á annað ár að sjá heildarsamhengi hlutanna. Þegar hinum sömu verður ljóst að þeir eru orðnir margsaga og framsett rök halda ekki vatni þá er línan færð og markmiðin sögð önnur en í fyrstu var og ítrekað að við séum öll í þessu saman ! Möguleg tilfelli af Inflúensu og RS vírus eru nú sögð ástæða þess að ekki sé hægt að aflétta höftum á landamærum. Þetta hefur m.ö.o ekkert með kórónuveiruna að gera. Hvað ætla sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra að gera þegar það kemur hálka og fólk fer að renna til og slasast ? Fjöldi fólks gæti þurft að leita aðhlynningar og þurft á sjúkrahúsvist að halda vegna beinbrota. Það ástand gæti varað í marga mánuði. Hvað ætla þessir aðilar að gera ef 70 manna rúta með erlendum ferðamönnum lendir í alvarlegu umferðarslysi ? Eða ef flugvél hlekkist á í lendingu eða flugtaki. Er svarið að loka landamærum til að verja heilbrigðiskerfið ? Þessar aðgerðir hafa kostað okkur skattborgara hundruð milljarða sem hefði verið betur varið í innviði og betra heilbrigðiskefi. Það væri þó fjárfesting til framtíðar. Nú er kominn tími til að aflétta höftum ekki bara innanlands heldur líka á landamærunum og koma lífinu þannig í réttara horf. Staðreyndin er sú að veikindi af völdum kórónuveirunnar eru sem betur fer sjaldgæf og flestir sem smitast finna ekki fyrir teljandi einkennum eða eftirköstum. Afleiðingar langvarandi aðgerða á venjulegt fólk og fyrirtæki eru hinsvegar víðtækar og verða þegar fram líður gríðarlega kostnaðarsamar. Fólk er orðið langþreytt á ómarkvissum og misvísandi skilboðum um meintar ,, bylgjur” sem eru í raun ekki annað en skimunarfaraldur. Sóttvarnayfirvöld og ráðherra eru með aðgerðum sínum orðin ómarktæk til langframa litið ef ekki verður látið af núverandi viðhorfi sem einkennist af afturhaldi og stjórnlyndi. Það er kominn tími til að horfa á samhengi hlutanna með víðsýni, heildarhagsmuni og vísindalega nálgun að leiðarljósi. Hér með er skorað á ráðherra og sóttvarnayfirvöld að gangast við mistökunum sem felast í of þungum og langvarandi takmörkunum á frelsi. Breyta um stefnu, treysta fólki og leyfa íbúum þessa lands að lifa eðlilegu lífi. Ef ekki er vilji til þess, væri réttast að stíga til hliðar og afhenda öðrum keflið. Höfundur er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Annað hefur komið á daginn og 18 mánuðum síðar eru hér enn höft og inngrip orðin hluti af daglegu lífi einkennalausra og ósmitaðra. Grímulaus áróður hefur verið rekinn af yfirvöldum gagnvart „landamærunum”. Þar er átt við alla sem ferðast um þau, bæði íslenska ríkisborgara sem og erlenda gesti. Við landamærin eru allir sem þar fara um skimaðir og þannig er öllum borgurum gert að gefa lífssýni, ellegar sæta farbanni og / eða frelsissviptingu í formi stofufangelsis. Réttlætingin fyrir því sem líkja má við ofbeldi er að það sé verið að vernda borgarana og standa vörð um heilbrigðiskerfið. Slík réttlæting stenst auðvitað enga skoðun. Komið hefur fram í fjölmiðlum að undirliggjandi vandi Landspítalans sé starfsumhverfi og launamál. Slíkan vanda þarf að leysa þar sem lausna er að leita en ekki með frelsisskerðingum og inngripum í líf almennra borgara. Við erum ekki öll í þessu saman, þó að öðru hafi verið haldið fram. Ekki enn sem komið er að minnsta kosti. Um 30% þjóðarinnar hafa goldið dýrum dómi með atvinnumissi og tekjuskerðingum. Fjöldi fyrirtækja er og hefur allan þennan tíma verið í meiri rekstrarvandræðum en þörf var á. Það er ekki fyrr en heildarmyndin mun birtast, stjórnlaus hallarekstur ríkissjóðs, vaxandi verðbólga, hækkandi vöruverð osfrv. að við verðum öll í þeirri súpu saman. Ráðherrar og ríkisstjórnin hafa fallið á prófinu um lögmætisregluna, sem í grunninn er sú að ríkið sé bundið en borgarinn frjáls. Það er hægt að hugsa sér dæmi sem skýra fáránleika þessara ákvarðana. Væri t.a.m. réttlætanlegt að setja hér á útgöngubann til að koma í veg fyrir of mikið álag á lögregluna ? Hvað með að banna akstur til að koma í veg fyrir umferðarslys ? Auðvitað ekki, þetta eru fáránlegar vangaveltur og um þær yrði engin samstaða. Ef heilbrigðiðskerfið getur ekki höndlað 5-50 auka tilfelli af innlögnum er þá svarið frelsisskerðingar hjá heilbrigðu fólki ? Getur verið að ákveðnir aðilar séu bara úr hófi fram stjórnlindir og kannski vanhæfir í starfi þar sem þeim hefur mistekist í vel á annað ár að sjá heildarsamhengi hlutanna. Þegar hinum sömu verður ljóst að þeir eru orðnir margsaga og framsett rök halda ekki vatni þá er línan færð og markmiðin sögð önnur en í fyrstu var og ítrekað að við séum öll í þessu saman ! Möguleg tilfelli af Inflúensu og RS vírus eru nú sögð ástæða þess að ekki sé hægt að aflétta höftum á landamærum. Þetta hefur m.ö.o ekkert með kórónuveiruna að gera. Hvað ætla sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra að gera þegar það kemur hálka og fólk fer að renna til og slasast ? Fjöldi fólks gæti þurft að leita aðhlynningar og þurft á sjúkrahúsvist að halda vegna beinbrota. Það ástand gæti varað í marga mánuði. Hvað ætla þessir aðilar að gera ef 70 manna rúta með erlendum ferðamönnum lendir í alvarlegu umferðarslysi ? Eða ef flugvél hlekkist á í lendingu eða flugtaki. Er svarið að loka landamærum til að verja heilbrigðiskerfið ? Þessar aðgerðir hafa kostað okkur skattborgara hundruð milljarða sem hefði verið betur varið í innviði og betra heilbrigðiskefi. Það væri þó fjárfesting til framtíðar. Nú er kominn tími til að aflétta höftum ekki bara innanlands heldur líka á landamærunum og koma lífinu þannig í réttara horf. Staðreyndin er sú að veikindi af völdum kórónuveirunnar eru sem betur fer sjaldgæf og flestir sem smitast finna ekki fyrir teljandi einkennum eða eftirköstum. Afleiðingar langvarandi aðgerða á venjulegt fólk og fyrirtæki eru hinsvegar víðtækar og verða þegar fram líður gríðarlega kostnaðarsamar. Fólk er orðið langþreytt á ómarkvissum og misvísandi skilboðum um meintar ,, bylgjur” sem eru í raun ekki annað en skimunarfaraldur. Sóttvarnayfirvöld og ráðherra eru með aðgerðum sínum orðin ómarktæk til langframa litið ef ekki verður látið af núverandi viðhorfi sem einkennist af afturhaldi og stjórnlyndi. Það er kominn tími til að horfa á samhengi hlutanna með víðsýni, heildarhagsmuni og vísindalega nálgun að leiðarljósi. Hér með er skorað á ráðherra og sóttvarnayfirvöld að gangast við mistökunum sem felast í of þungum og langvarandi takmörkunum á frelsi. Breyta um stefnu, treysta fólki og leyfa íbúum þessa lands að lifa eðlilegu lífi. Ef ekki er vilji til þess, væri réttast að stíga til hliðar og afhenda öðrum keflið. Höfundur er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar