Sjálfbær bankaþjónusta Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru áberandi hugtök í samfélagsumræðunni. Leiðandi fyrirtæki á borð við Íslandsbanka hafa mörg hver markað sér stefnu og sett sér markmið um sjálfbærni í rekstri sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi vitundarvakning styður við aukna umhverfisvitund viðskiptavina samhliða því sem umræða um umhverfismál og náttúruvernd verður mikilvægari. Í dag átta sig flestir á mikilvægi þess að við förum betur með nærumhverfi okkar og flest höfum við tekið afstöðu til þess hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Litlir þættir eins og flokkun sorps og notkun fjölnotapoka virðist lítið tiltökumál á heimilum í dag þó margir hafi mögulega miklað það fyrir sér áður, og plastnotkun fer ört minnkandi hérlendis samhliða aukinni áherslu á betri nýtingu og minni sóun. Hægt og rólega erum við að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Tækniþróun bætir umhverfið Starfræn umbylting hefur hrist upp í grunnþáttum fjármálakerfisins á síðustu árum. Mögulega tengja ekki allir þessar öru tæknibreytingar við sjálfbærni, enda tengslin ekki jafn augljós og tengslin á milli plastpokanotkunar og umhverfisáhrifa. Áhrifin eru engu að síður umtalsverð. Með nýtingu stafrænna þjónustuleiða banka dregur töluvert úr sótsporinu sem fylgir hverri heimsókn í útibú þeirra. Fyrir tíma stafrænnar þjónustu gat tekið allt að klukkutíma að heimsækja útibú til að hefja bankaviðskipti, stofna reikning og kort. Í dag nægir að opna síma eða tölvu og stafrænar lausnir bankans leiða þig áfram. Stofnun viðskipta tekur ekki lengur klukkutíma heldur fáar mínútur og fyrirhöfn viðskiptavina er lítil. Sögulega hefur mikið umfang pappírs fylgt bankaþjónustu, enda víðtæk krafa um rekjanleika viðskipta. Með stafrænum lausnum og tækifærum sem fylgja rafrænni auðkenningu og undirritun hefur verið hægt að draga umtalsvert úr pappírsnotkun, svo sem í tengslum við greiðslumat eða lántöku sem í dag er alfarið pappírslaus. Þá hafa ákvarðanir í rekstri bankans, sem virðast litlar þegar litið er í baksýnisspegilinn, eins og að hætta útsendingu á yfirlitum á pappírsformi í pósti til einstaklinga (nema þeim sem bankanum ber lögbundin skylda til), haft umtalsverð jákvæð áhrif á umhverfið, enda fleiri tonn af pappír sem hafa sparast við ákvarðanir sem þessar. Aukið val fyrir viðskiptavini Það er ekki bara breyting á samskiptum við viðskiptavini sem leiðir til sjálfbærari bankaþjónustu. Það úrval fjármálavara sem bankinn býður upp á þarf einnig að taka breytingum til að mæta þörfum viðskiptavina framtíðarinnar. Græn lán til einstaklinga, hvort heldur sem er til húsnæðis- eða bifreiðakaupa, eru dæmi um jákvæð skref á sjálfbærnivegferð bankans. Fjölgun vistvænna fasteigna eða vistvænna bifreiða í umferð er gott dæmi um hvernig Íslandsbanki hefur beitt sér sem hreyfiafl til góðra verka og sem slíkur vill bankinn vera í lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfið. Þá munu stafrænar greiðslulausnir draga úr þörf fyrir útgáfu plast debet- eða kreditkorta sem árlega hleypur á þúsundum. Ákvarðanir um að draga úr plastnotkun í útibúum og um flokkun á sorpi auka umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina. Sem sterkt hreyfiafl í íslensku þjóðfélagi hefur Íslandsbanki þannig marktæk og varanleg áhrif í þessum málaflokki og gerir það sem hann getur til að viðskiptavinir bankans geti skarað fram úr á þessu sviðið líkt og öðrum sem bankinn kemur nálægt í lífi þeirra. Þannig má nefna að nýr sótsporsreiknir bankans, sem þróaður er í samstarfi við íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga og var kynntur fyrr á þessu ári, mun einfalda viðskiptavinum enn frekar að fá betri sýn á hvernig dagleg innkaup geta haft áhrif á umhverfið og þá gripið til viðeigandi kolefnisjöfnunar. Með sótsporsreikninum í appi bankans verður með einföldum hætti hægt að sjá vænt áhrif daglegrar neyslu viðskiptavina á umhverfið. Allt eru þetta lítil skref sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið en hefjast öll hjá okkur. Aukin fræðsla, aukin meðvitund og umhverfisvæn hugsun leiða til þess að við tryggjum komandi kynslóðum betra samfélag. Í dag eru umhverfisvænni vörur val sem viðskiptavinum stendur til boða. Einlæg ósk okkar og sýn er að áður en langt um líði verði umhverfisvænir valkostir ekki bara val sem viðskiptavinum standi til boða, heldur sjálfsögð krafa sem viðskiptavinir geri til banka og annarra leiðandi fyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Stafræn þróun Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru áberandi hugtök í samfélagsumræðunni. Leiðandi fyrirtæki á borð við Íslandsbanka hafa mörg hver markað sér stefnu og sett sér markmið um sjálfbærni í rekstri sem tengd eru heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi vitundarvakning styður við aukna umhverfisvitund viðskiptavina samhliða því sem umræða um umhverfismál og náttúruvernd verður mikilvægari. Í dag átta sig flestir á mikilvægi þess að við förum betur með nærumhverfi okkar og flest höfum við tekið afstöðu til þess hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Litlir þættir eins og flokkun sorps og notkun fjölnotapoka virðist lítið tiltökumál á heimilum í dag þó margir hafi mögulega miklað það fyrir sér áður, og plastnotkun fer ört minnkandi hérlendis samhliða aukinni áherslu á betri nýtingu og minni sóun. Hægt og rólega erum við að búa til betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Tækniþróun bætir umhverfið Starfræn umbylting hefur hrist upp í grunnþáttum fjármálakerfisins á síðustu árum. Mögulega tengja ekki allir þessar öru tæknibreytingar við sjálfbærni, enda tengslin ekki jafn augljós og tengslin á milli plastpokanotkunar og umhverfisáhrifa. Áhrifin eru engu að síður umtalsverð. Með nýtingu stafrænna þjónustuleiða banka dregur töluvert úr sótsporinu sem fylgir hverri heimsókn í útibú þeirra. Fyrir tíma stafrænnar þjónustu gat tekið allt að klukkutíma að heimsækja útibú til að hefja bankaviðskipti, stofna reikning og kort. Í dag nægir að opna síma eða tölvu og stafrænar lausnir bankans leiða þig áfram. Stofnun viðskipta tekur ekki lengur klukkutíma heldur fáar mínútur og fyrirhöfn viðskiptavina er lítil. Sögulega hefur mikið umfang pappírs fylgt bankaþjónustu, enda víðtæk krafa um rekjanleika viðskipta. Með stafrænum lausnum og tækifærum sem fylgja rafrænni auðkenningu og undirritun hefur verið hægt að draga umtalsvert úr pappírsnotkun, svo sem í tengslum við greiðslumat eða lántöku sem í dag er alfarið pappírslaus. Þá hafa ákvarðanir í rekstri bankans, sem virðast litlar þegar litið er í baksýnisspegilinn, eins og að hætta útsendingu á yfirlitum á pappírsformi í pósti til einstaklinga (nema þeim sem bankanum ber lögbundin skylda til), haft umtalsverð jákvæð áhrif á umhverfið, enda fleiri tonn af pappír sem hafa sparast við ákvarðanir sem þessar. Aukið val fyrir viðskiptavini Það er ekki bara breyting á samskiptum við viðskiptavini sem leiðir til sjálfbærari bankaþjónustu. Það úrval fjármálavara sem bankinn býður upp á þarf einnig að taka breytingum til að mæta þörfum viðskiptavina framtíðarinnar. Græn lán til einstaklinga, hvort heldur sem er til húsnæðis- eða bifreiðakaupa, eru dæmi um jákvæð skref á sjálfbærnivegferð bankans. Fjölgun vistvænna fasteigna eða vistvænna bifreiða í umferð er gott dæmi um hvernig Íslandsbanki hefur beitt sér sem hreyfiafl til góðra verka og sem slíkur vill bankinn vera í lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfið. Þá munu stafrænar greiðslulausnir draga úr þörf fyrir útgáfu plast debet- eða kreditkorta sem árlega hleypur á þúsundum. Ákvarðanir um að draga úr plastnotkun í útibúum og um flokkun á sorpi auka umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina. Sem sterkt hreyfiafl í íslensku þjóðfélagi hefur Íslandsbanki þannig marktæk og varanleg áhrif í þessum málaflokki og gerir það sem hann getur til að viðskiptavinir bankans geti skarað fram úr á þessu sviðið líkt og öðrum sem bankinn kemur nálægt í lífi þeirra. Þannig má nefna að nýr sótsporsreiknir bankans, sem þróaður er í samstarfi við íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga og var kynntur fyrr á þessu ári, mun einfalda viðskiptavinum enn frekar að fá betri sýn á hvernig dagleg innkaup geta haft áhrif á umhverfið og þá gripið til viðeigandi kolefnisjöfnunar. Með sótsporsreikninum í appi bankans verður með einföldum hætti hægt að sjá vænt áhrif daglegrar neyslu viðskiptavina á umhverfið. Allt eru þetta lítil skref sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið en hefjast öll hjá okkur. Aukin fræðsla, aukin meðvitund og umhverfisvæn hugsun leiða til þess að við tryggjum komandi kynslóðum betra samfélag. Í dag eru umhverfisvænni vörur val sem viðskiptavinum stendur til boða. Einlæg ósk okkar og sýn er að áður en langt um líði verði umhverfisvænir valkostir ekki bara val sem viðskiptavinum standi til boða, heldur sjálfsögð krafa sem viðskiptavinir geri til banka og annarra leiðandi fyrirtækja. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun