Þristaregn í Brooklyn og farið að birta til Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 07:30 Kevin Durant kominn alveg að körfunni í sigrinum gegn Atlanta Hawks í nótt. AP/Frank Franklin Stjörnum prýtt lið Brooklyn Nets virðist vera að ná sér á strik í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann öruggan 117-108 sigur gegn Atlanta Hawks í nótt. Nets hafa þar með unnið þrjá leiki í röð og alls fimm af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu. Þristunum rigndi í New York í gærkvöld en heimamenn skoruðu 22 þriggja stiga körfur. Þeir stungu af í lok þriðja leikhluta með 20-4 kafla eftir að staðan hafði verið jöfn. Kevin Durant skoraði 13 stig á þessum kafla og alls 32 stig í leiknum. Joe Harris skoraði úr sex þriggja stiga körfum og var með 18 stig, og James Harden skoraði 16 stig og átti 11 stoðsendingar. „Við erum að finna taktinn. Við erum farnir að finna hver annan og þetta er að verða mun auðveldara,“ sagði Harden. Harden og félagar eru hins vegar nú á leið í sex útileikja törn sem hefst í Detroit á föstudaginn. „Við vissum að þetta yrði ákveðið ferli fyrir okkur. Ég er ánægður með að við höfum fundið út úr ákveðnum hlutum í síðustu leikjum og komist á rétta blaðsíðu. Við vitum að þetta verður erfiðara í útileikjunum en við verðum að halda áfram að kreista allt út,“ sagði Durant. Naumt tap Chicago Bulls Seth Curry skoraði erfiða körfu þegar 10,7 sekúndur voru eftir þegar hann kom Philadelphia 76ers í 102-98 gegn Chicago Bulls í gærkvöld. Það reyndist ráða úrslitum í leiknum og annað tap Chicago í vetur því staðreynd. SETH. CURRY. CLUTCH!Curry puts the @sixers up 4 late on NBA League Pass! https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/2G2tiZcNpv— NBA (@NBA) November 4, 2021 Philadelphia og Chicago eru því jöfn að stigum í 2.-3. sæti austurdeildarinnar með sex sigra og tvö töp. Joel Embiid skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar eftir að hafa snúið aftur í lið Philadelphia en Curry skoraði 22 stig. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Chicago og tók 10 fráköst. Úrslitin í nótt: Cleveland 107-104 Portland Indiana 111-98 New York Orlando 79-92 Boston Philadelphia 103-98 Chicago Washington 100-109 Toronto Brooklyn 117-108 Atlanta Memphis 108-106 Denver Minnesota 115-126 LA Clippers San Antonio 108-109 Dallas Golden State 114-92 Charlotte Sacramento 112-99 New Orleans NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Nets hafa þar með unnið þrjá leiki í röð og alls fimm af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu. Þristunum rigndi í New York í gærkvöld en heimamenn skoruðu 22 þriggja stiga körfur. Þeir stungu af í lok þriðja leikhluta með 20-4 kafla eftir að staðan hafði verið jöfn. Kevin Durant skoraði 13 stig á þessum kafla og alls 32 stig í leiknum. Joe Harris skoraði úr sex þriggja stiga körfum og var með 18 stig, og James Harden skoraði 16 stig og átti 11 stoðsendingar. „Við erum að finna taktinn. Við erum farnir að finna hver annan og þetta er að verða mun auðveldara,“ sagði Harden. Harden og félagar eru hins vegar nú á leið í sex útileikja törn sem hefst í Detroit á föstudaginn. „Við vissum að þetta yrði ákveðið ferli fyrir okkur. Ég er ánægður með að við höfum fundið út úr ákveðnum hlutum í síðustu leikjum og komist á rétta blaðsíðu. Við vitum að þetta verður erfiðara í útileikjunum en við verðum að halda áfram að kreista allt út,“ sagði Durant. Naumt tap Chicago Bulls Seth Curry skoraði erfiða körfu þegar 10,7 sekúndur voru eftir þegar hann kom Philadelphia 76ers í 102-98 gegn Chicago Bulls í gærkvöld. Það reyndist ráða úrslitum í leiknum og annað tap Chicago í vetur því staðreynd. SETH. CURRY. CLUTCH!Curry puts the @sixers up 4 late on NBA League Pass! https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/2G2tiZcNpv— NBA (@NBA) November 4, 2021 Philadelphia og Chicago eru því jöfn að stigum í 2.-3. sæti austurdeildarinnar með sex sigra og tvö töp. Joel Embiid skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar eftir að hafa snúið aftur í lið Philadelphia en Curry skoraði 22 stig. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Chicago og tók 10 fráköst. Úrslitin í nótt: Cleveland 107-104 Portland Indiana 111-98 New York Orlando 79-92 Boston Philadelphia 103-98 Chicago Washington 100-109 Toronto Brooklyn 117-108 Atlanta Memphis 108-106 Denver Minnesota 115-126 LA Clippers San Antonio 108-109 Dallas Golden State 114-92 Charlotte Sacramento 112-99 New Orleans
Úrslitin í nótt: Cleveland 107-104 Portland Indiana 111-98 New York Orlando 79-92 Boston Philadelphia 103-98 Chicago Washington 100-109 Toronto Brooklyn 117-108 Atlanta Memphis 108-106 Denver Minnesota 115-126 LA Clippers San Antonio 108-109 Dallas Golden State 114-92 Charlotte Sacramento 112-99 New Orleans
NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira