Um kolefnisspor loftslagsráðstefnunnar í Glasgow Sævar Helgi Bragason skrifar 3. nóvember 2021 15:30 Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sævar Helgi Bragason Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun