Um kolefnisspor loftslagsráðstefnunnar í Glasgow Sævar Helgi Bragason skrifar 3. nóvember 2021 15:30 Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sævar Helgi Bragason Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar