Einkunn Íslands: Ófullnægjandi Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 08:00 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun