„Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 15:31 Morgan Marie Þorkelsdóttir var frábær í sigri á Haukum. Vísir/Bára Dröfn Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins Kvennalið Vals missti í síðustu viku út einn sinn allra besta leikmann þegar landsliðskonan Lovísa Thompson ákvað að taka sér hvíld frá handbolta af persónulegum ástæðum. Valsliðið þjappaði sér saman og vann góðan sigur á Haukum í fyrsta leik eftir þessa erfiðu viku á Hlíðarenda. Seinni bylgjan fór yfir sigur Vals og sérfræðingarnir nefndu þar sérstaklega frammistöðu tveggja leikmanna Valsliðsins. Leikmennirnir eru þær Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir sem voru saman með ellefu mörk í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Mariam og Morgan komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins „Það var ótrúlega gaman að horfa á þær og ég vil hrósa Mariam og Morgan fyrir að koma ótrúlega sterkar inn. Eins og Mariam með seinni bylgjunni þá er mikilvægt fyrir Valsliðið að fá auðveldu mörkin úr seinni bylgjunni þegar Mariam er að koma á ferðinni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er rosalega erfitt að stoppa hana, því hún er með frábær skot og sér línuna líka. Það er gaman að sjá Morgan líka. það er langt síðan hún var í deildinni en það er ótrúlega gaman að sjá að það er eins og hún hafi engu gleymt,“ sagði Sunneva. „Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka og hún var að skila einstaklega góðum leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég get alveg verið hreinskilin með Morgan að maður veit ekki alltaf hvað maður fær. Hún er smá jójó og svo koma svona glimrandi leikir hjá henni. Varnarleikurinn hjá henni var góður og small mjög vel við það sem var búið að vera úi gangi. Við sjáum það á þessum klippum að þetta eru regnbogansmörk sem eru að koma frá henni,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er að taka skot utan af velli og hún er að prjóna sig í gegn. Hún er að feika sendingar. Þetta skilaði rosalega miklu og ég var rosalega stolt af því að sjá hana hérna. Mér fannst hún koma vel inn í þessum leik,“ sagði Anna Úrsúla. Það má heyra allt spjallið úr Seinni bylgjunni um þær Mariam og Morgan Marie hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Kvennalið Vals missti í síðustu viku út einn sinn allra besta leikmann þegar landsliðskonan Lovísa Thompson ákvað að taka sér hvíld frá handbolta af persónulegum ástæðum. Valsliðið þjappaði sér saman og vann góðan sigur á Haukum í fyrsta leik eftir þessa erfiðu viku á Hlíðarenda. Seinni bylgjan fór yfir sigur Vals og sérfræðingarnir nefndu þar sérstaklega frammistöðu tveggja leikmanna Valsliðsins. Leikmennirnir eru þær Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir sem voru saman með ellefu mörk í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Mariam og Morgan komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins „Það var ótrúlega gaman að horfa á þær og ég vil hrósa Mariam og Morgan fyrir að koma ótrúlega sterkar inn. Eins og Mariam með seinni bylgjunni þá er mikilvægt fyrir Valsliðið að fá auðveldu mörkin úr seinni bylgjunni þegar Mariam er að koma á ferðinni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er rosalega erfitt að stoppa hana, því hún er með frábær skot og sér línuna líka. Það er gaman að sjá Morgan líka. það er langt síðan hún var í deildinni en það er ótrúlega gaman að sjá að það er eins og hún hafi engu gleymt,“ sagði Sunneva. „Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka og hún var að skila einstaklega góðum leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég get alveg verið hreinskilin með Morgan að maður veit ekki alltaf hvað maður fær. Hún er smá jójó og svo koma svona glimrandi leikir hjá henni. Varnarleikurinn hjá henni var góður og small mjög vel við það sem var búið að vera úi gangi. Við sjáum það á þessum klippum að þetta eru regnbogansmörk sem eru að koma frá henni,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er að taka skot utan af velli og hún er að prjóna sig í gegn. Hún er að feika sendingar. Þetta skilaði rosalega miklu og ég var rosalega stolt af því að sjá hana hérna. Mér fannst hún koma vel inn í þessum leik,“ sagði Anna Úrsúla. Það má heyra allt spjallið úr Seinni bylgjunni um þær Mariam og Morgan Marie hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira