Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Reynir Arngrímsson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun