Handbolti

Robbi Gunn brjálaður að missa markametið sitt í Danmörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði grimmt fyrir Århus tímabilið 2004-05.
Róbert Gunnarsson skoraði grimmt fyrir Århus tímabilið 2004-05. getty/Lars Ronbog

Nýr aukaþáttur af Seinni bylgjunni hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. Hann nefnist einfaldlega Seinni bylgjan extra en þar tekur Stefán Árni Pálsson leikmenn Olís-deildar karla tali.

Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21:00 í kvöld. Þar verður rætt við Gunnar Stein Jónsson sem sneri heim í sumar eftir langa dvöl í atvinnumennsku og gekk í raðir Stjörnunnar.

Gunnar Steinn og félagar í Stjörnunni hafa farið einkar vel af stað og unnið alla fimm leiki sína í Olís-deildinni.

„Það eru alveg fimm til sex lið sem eru á svipuðu róli og við erum þar. Við höfum byrjað mjög vel en höfum verið nokkuð stöðugir. Við eigum enn helling inni og getum bætt okkur á mjög mörgum sviðum,“ sagði Gunnar Stein.

Hann gaukaði því að Stefáni Árna að markamet Róberts Gunnarssonar í dönsku úrvalsdeildinni hefði fallið á síðasta tímabili. Róbert hafði lítinn húmor fyrir því að missa.

„Það er rétt, því miður,“ sagði Róbert sem var í Seinni bylgjunni á laugardaginn. „Ég þoli ekki þegar fólk segist vera ánægt með að metið þess hafi verið slegið. Ég er hundfúll yfir því. Það var geggjað að eiga þetta met.“

Klippa: Seinni bylgjan - Markamet Róberts féll

Róbert skoraði 241 mark fyrir Århus tímabilið 2004-05. Emil Jakobsen, þáverandi leikmaður GOG, sló metið á síðasta tímabili þegar hann skoraði 242 mörk. Hann leikur núna með Flensburg í Þýskalandi.

Róbert lék með Århus á árunum 2002-05. Hann gekk aftur í raðir félagsins 2016 og lék með því síðustu tvö ár ferilsins. 


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

„Betri heima en á parketinu í Safamýri“

„Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.