„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Þorgrímur Smári Ólafsson með dóttur þeirra Karenar Knútsdóttur sem vel gæti átt eftir að láta til sín taka í handboltanum þegar fram líða stundir. Stöð 2 „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Sjá meira
Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik