„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Þorgrímur Smári Ólafsson með dóttur þeirra Karenar Knútsdóttur sem vel gæti átt eftir að láta til sín taka í handboltanum þegar fram líða stundir. Stöð 2 „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira