Körfubolti

Knezevic tekur við kvennaliði Skallagríms

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ne­bojsa Knezevic tekur við sem aðalþjálfari Skallagríms í Subway-deild kvenna.
Ne­bojsa Knezevic tekur við sem aðalþjálfari Skallagríms í Subway-deild kvenna. Vestri.is

Ne­bojsa Knezevic hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Frá þessu er greint Facebook-síðu Skallagríms, en Knezevic var aðstoðarþrjálfari liðsins. Gor­an Milj­evic lét af störfum síðastliðinn miðvikudag.

Knezevic leikur með karlaliðið Skallagríms í 1. deildinni, en kvennaliðið hefur ekki farið vel af stað í Subway-deildinni í vetur. Liðið er enn án stiga eftir sex umferðir og því ljóst að erfitt verkefni bíður fyrir Knezevic.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.