Við hverju má búast á COP26? Dr. Bryony Mathew skrifar 29. október 2021 17:00 COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bryony Mathew Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. Í næstum 30 ár hafa Sameinuðu þjóðirnar safnað saman fulltrúum frá nánast öllum löndum á jörðinni á alþjóðlega loftslagsráðstefnu sem kallast „ráðstefna aðila“ (Conference of the Parties) eða COP í stuttu máli. Í ár verður 26. leiðtogafundurinn, þess vegna heitir ráðstefnan COP26. Bretland tekur við sem forseti ráðstefnunnar og því mun COP26 fara fram í Bretlandi, nánar tiltekið í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Í aðdraganda COP26 hefur Bretland unnið með öllum þjóðum, þar á meðal Íslandi, að því að ná samkomulagi um hvernig best sé að bregðast við loftslagsbreytingum. Það eru fjögur mikilvæg markmið fyrir COP26:[https://ukcop26.org/cop26-goals/] Tryggja alþjóðlegt kolefnishlutleysi og halda 1,5 gráðu markmiðinu innan seilingar með því að þjóðir setji sér markmið fyrir 2030. Vinna að áætlun um aðlögun til að vernda samfélög og náttúruleg búsvæði. Virkja fjármögnun frá ríkari þjóðum heimsins til að komast að samkomulagi um 100 milljarða dollara árlega fjármögnun og virkja fjármálakerfið í átt að kolefnishlutleysi. Vinna saman að því að skila árangri, þar á meðal að leggja lokahönd á reglubók parísarsamkomulagsins og auka samvinnu ríkja, viðskiptalífsins og borgaralegs samfélags. Hvað mun eiginlega gerast á COP26? Ráðstefnan hefst formlega mánudaginn 1. nóvember með tveggja daga leiðtogafundi þjóða heimsins. Markmiðið með þessum tveimur dögum er að leiðtogar heimsins komi saman undir einu þaki og komi sér saman um að senda sameiginleg skilaboð til heimsins: Loftslagsbreytingar eru aðkallandi og aðeins hægt að leysa með sameiginlegum aðgerðum. Umfram allt þurfa þeir líka að viðurkenna neyð fátækustu og viðkvæmustu samfélaga heimsins. Næsta eina og hálfa vikan á ráðstefnunni fer í nánari samningaviðræður og byggir á kjarna „þemadögum“, það eru svið sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir COP26 markmiðin, til dæmis jafnrétti kynjanna, orkumál og fjármál. Hver þessara daga mun tilkynna eitt áhersluatriði, hafa hliðarviðburði, hringborð og aðrar uppákomur. Allir formlegir viðburðir fara fram á því sem kallað er „bláa svæðið“, þar sem aðeins viðurkenndir fulltrúar á vegum þjóðríkja hafa aðgang. Hinn mjög mikilvægi hluti COP26 fer fram á „græna svæðinu“, sem er opið almenningi, hýsir borgaralegt samfélag, ungmenni, viðskiptalífið, fræðimenn og listasamfélagið. Markmið Bretlands var að hafa þátttöku án aðgreiningar og við lögðum okkur fram um að veita aðgang að bóluefnum og styðja við þátttöku þeirra sem hallar á svo sem flestir myndu fá að kynnast því besta sem er að gerast í loftslagsmálum. Það sem er framundan er gríðarlega spennandi dagskrá viðburða sem miða að því að COP26 sé ekki spjallhópur eða myndatækifæri heldur viðburður sem hefur fram að færa praktískar lausnir sem snerta allar hliðar okkar daglega lífs á þessari viðkvæmu plánetu. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar