Heimsmarkmiðin

SOS á Ís­landi send­ir rúm­ar 3 millj­ón­ir króna til Haítí

Heimsljós
SOS

For­gangs­verk­efni SOS á Haítí eru meðal annars upp­setn­ing á barn­væn­um svæð­um og að veita umkomu­laus­um börn­um stuðn­ing og börn­um sem hafa orð­ið við­skila við fjöl­skyld­ur sín­ar.

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi senda á næstu dög­um rúmar þrjár milljónir króna til SOS á Haítí vegna neyð­ar­að­stoð­ar í kjöl­far jarð­skjálftanna í ág­úst síðastliðnum. Í neyð­ar­söfn­un í haust söfn­uð­ust rúmar ellefu hundruð þúsund krónur og SOS á Ís­landi bæt­ti við tveim­ur millj­ón­um króna úr neyð­ar­sjóði sam­tak­anna. Framlagi SOS verður var­ið í neyð­ar­að­gerð­ir á Haítí.

Í frétt á vef SOS segir að enn rík­i ringul­reið eft­ir skjálfta að stærð­inni 7,2 sem reið yfir vest­ur­hluta eyjunn­ar 14. ág­úst og neyð­in sé því enn mik­il. „SOS Barna­þorp­in og fleiri hjálp­ar­sam­tök eru á staðnum en helstu verk­efni SOS eru að tryggja ör­yggi og vel­ferð barna og fjöl­skyldna þeirra,“ segir í fréttinni.

For­gangs­verk­efni SOS á Haítí eru meðal annars upp­setn­ing á barn­væn­um svæð­um og að veita umkomu­laus­um börn­um stuðn­ing og börn­um sem hafa orð­ið við­skila við fjöl­skyld­ur sín­ar. „Rík áhersla er á að sam­eina fjöl­skyld­ur. Þá hef­ur SOS skóli í Les Cayes ver­ið opn­að­ur fyr­ir nem­end­ur, SOS send­ir starfs­fólk til að hjálpa í neyð­ar­skýl­um og ver­ið er að setja á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­hjálp. Sam­hliða þessu er SOS einnig að að­stoða starfs­fólk okk­ar sem skjálft­inn kom illa nið­ur á.“

Skóla­göngu 230 þús­und barna ógn­að

Samtökin benda á að raun­veru­leg hætta sé á að yfir 230 þús­und börn hætti í skóla ef skól­ar opni ekki fljótt aft­ur. Skað­leg­ar af­leið­ing­ar þess yrðu óbæt­an­leg­ar. Tíu þús­und pökk­um með skóla­gögn­um verður dreift til barna sem jarð­skjálft­inn kom verst nið­ur á og fleiri nem­end­ur fá að­stoð eft­ir því sem þörf­in kem­ur bet­ur í ljós.

Sam­kvæmt síð­ustu upp­lýs­ing­um frá Haítí hafa 2.207 fund­ist látn­ir, 320 er enn sakn­að, 12.268 eru slasaðir, 52.952 hús eyði­lögð­ust og 77.066 hús urðu fyr­ir skemmd­um.

„Fé­lags­hag­fræði­leg áhrif skjálft­ans versna með hverj­um degi,“ segir í frétt SOS. „At­vinnu­leysi er að aukast þar sem starf­semi fyr­ir­tækja hef­ur víða lagst nið­ur eða hrein­lega þurrk­ast út. Fjöl­skyld­ur upplifa fæðuóör­yggi í aukn­um mæli, þung­an­ir stúlkna á barns­aldri aukast sem og af­brot, sér­stak­lega með­al ung­linga­gengja.“

Skjól­stæð­ing­ar SOS Barna­þorp­anna á Haítí eru um 11.700 tals­ins í þremur barnaþorpum en bú­ast má við að þeim fjölgi verulega á næst­unni. Um 1300 þeirra eru börn og ung­menni í barna­þorp­um en auk barna­fjöl­skyld­na í fjöl­skyldu­efl­ingu.

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.