Leikskólar fyrir börnin Birgir Smári Ársælsson skrifar 29. október 2021 08:01 Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun