Daníel Guðni: Mér finnst við vera að bæta okkur gera þá hluti sem talað er um að gera Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2021 22:03 Daníel Guðni, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Visir/Bára Grindvíkingar mættu á Sauðárkrók og sóttu öflugan útisigur á Tindastól. Lokatölur 77 – 86 og þjálfari liðsins, Daníel Guðni, var eðlilega sáttur með sigurinn. „Ég er virkilega ánægður að koma hérna og taka tvö stig því að það er alltaf krefjandi að koma hérna í Síkið og ná í sigur,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga eftir leik sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður með frammistöðuna okkar hérna í kvöld og sérstaklega hvernig við vorum að halda í gegn um þennan leik þegar að þeir voru með áhlaup og harða pressu á okkur, þá héldum við yfirvegun og gerðum vel þrátt fyrir að við áttum erfitt með að skora í fjórða leikhluta.“ Grindvíkingar spiluðu agaðann sóknarleik í leiknum. „Við viljum spila okkar sóknarleik og enda alltaf með há prósentu skoti því að það er líka besta vörnin, besta hraðaupphlaupsvörnin. Ef við erum að leita af hárri skotprósentu þá er betri skotnýting hjá okkur og við vorum með 50 prósent skotnýtingu í hálfleik, bæði úr tveggja og þriggja,“ sagði Daníel. „Við erum að leita af okkar styrkleikum, ég er alltaf með fimm menn á gólfinu sem geta skorað á einhvern hátt og við reynum að finna besta möguleikan í hverri sókn,“ sagði Daníel. Ivan Aurrecoechea Alcolado var frábær í leiknum, Grindvíkingar fá há „pick and roll” frá Ivan og Naor Sharabani og sækja á þau. „Þeir eru klárir þannig spilarar og svo erum við með góða skotmenn fyrir utan.“ Daníel var virkilega ánægður með Kristófer Breka og Björgvin Hafþór hér í kvöld, þá sóknarmeginn og bætti við að „þeir eru kannski ekki alltaf þeir skilvirkustu, frekar meira á varnarendanum en sóknarlega hérna í kvöld voru þeir rosalega flottir.“ Grindvíkingar hafa farið vel af stað í upphafi tímabils og eru á toppnum með fjóra sigra og eitt tap. „Við upplifðum það þegar að við töpuðum þessum leik gegn Val að við hefðum ekki spilað næginlega vel og vorum litlir og eitthvað til baka, en við erum búnir að rífa okkur aðeins í gagn og núna erum við búnir að stíga á bensíngjöfina og spila nokkuð vel. En við erum að horfa á process frekar en útkomu og ég veit að útkoman er búin að vera fjórir sigrar en mér finnst við vera að bæta okkur gera þá hluti sem talað er um að gera. Það er það sem er markmiðið og ég vill sjá áfram bætingu í næstu viku,“ sagði Daníel. Travis Atson, bandaríski leikmaður Grindvíkinga spilaði lítið í leiknum eða um 15 mínútur, aðspurður út í Atson og hvernig hann passar inn í liðið sagði Daníel að „hann fittar ágætlega inn í þetta, ég get ekki sagt að hann hafi verið að spila illa,“ og bætir við að hann sé búinn að vinna með mörgum leikmönnum lengi í liðinu og hann treystir þeim vel, þá sérstaklega varnarlega. Hann hvaðst vera hikandi á hvað skildi gera með Atson en bætti við að „hann er búinn að standa sig vel hérna hjá okkur við erum ánægðir með hans framlag og sérstaklega þegar að við erum búnir að vera vinna leiki.“ Körfubolti UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Grindavík 77-86 | Grindvíkingar höfðu betur í toppslagnum Grindvíkingar unnu góðan níu stiga sigur, 77-86, þegar þeir heimsóttu Tindastól á Sauðárkrók í toppslag Subway-deildar karla í kvöld. 28. október 2021 21:02 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður að koma hérna og taka tvö stig því að það er alltaf krefjandi að koma hérna í Síkið og ná í sigur,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga eftir leik sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður með frammistöðuna okkar hérna í kvöld og sérstaklega hvernig við vorum að halda í gegn um þennan leik þegar að þeir voru með áhlaup og harða pressu á okkur, þá héldum við yfirvegun og gerðum vel þrátt fyrir að við áttum erfitt með að skora í fjórða leikhluta.“ Grindvíkingar spiluðu agaðann sóknarleik í leiknum. „Við viljum spila okkar sóknarleik og enda alltaf með há prósentu skoti því að það er líka besta vörnin, besta hraðaupphlaupsvörnin. Ef við erum að leita af hárri skotprósentu þá er betri skotnýting hjá okkur og við vorum með 50 prósent skotnýtingu í hálfleik, bæði úr tveggja og þriggja,“ sagði Daníel. „Við erum að leita af okkar styrkleikum, ég er alltaf með fimm menn á gólfinu sem geta skorað á einhvern hátt og við reynum að finna besta möguleikan í hverri sókn,“ sagði Daníel. Ivan Aurrecoechea Alcolado var frábær í leiknum, Grindvíkingar fá há „pick and roll” frá Ivan og Naor Sharabani og sækja á þau. „Þeir eru klárir þannig spilarar og svo erum við með góða skotmenn fyrir utan.“ Daníel var virkilega ánægður með Kristófer Breka og Björgvin Hafþór hér í kvöld, þá sóknarmeginn og bætti við að „þeir eru kannski ekki alltaf þeir skilvirkustu, frekar meira á varnarendanum en sóknarlega hérna í kvöld voru þeir rosalega flottir.“ Grindvíkingar hafa farið vel af stað í upphafi tímabils og eru á toppnum með fjóra sigra og eitt tap. „Við upplifðum það þegar að við töpuðum þessum leik gegn Val að við hefðum ekki spilað næginlega vel og vorum litlir og eitthvað til baka, en við erum búnir að rífa okkur aðeins í gagn og núna erum við búnir að stíga á bensíngjöfina og spila nokkuð vel. En við erum að horfa á process frekar en útkomu og ég veit að útkoman er búin að vera fjórir sigrar en mér finnst við vera að bæta okkur gera þá hluti sem talað er um að gera. Það er það sem er markmiðið og ég vill sjá áfram bætingu í næstu viku,“ sagði Daníel. Travis Atson, bandaríski leikmaður Grindvíkinga spilaði lítið í leiknum eða um 15 mínútur, aðspurður út í Atson og hvernig hann passar inn í liðið sagði Daníel að „hann fittar ágætlega inn í þetta, ég get ekki sagt að hann hafi verið að spila illa,“ og bætir við að hann sé búinn að vinna með mörgum leikmönnum lengi í liðinu og hann treystir þeim vel, þá sérstaklega varnarlega. Hann hvaðst vera hikandi á hvað skildi gera með Atson en bætti við að „hann er búinn að standa sig vel hérna hjá okkur við erum ánægðir með hans framlag og sérstaklega þegar að við erum búnir að vera vinna leiki.“
Körfubolti UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Grindavík 77-86 | Grindvíkingar höfðu betur í toppslagnum Grindvíkingar unnu góðan níu stiga sigur, 77-86, þegar þeir heimsóttu Tindastól á Sauðárkrók í toppslag Subway-deildar karla í kvöld. 28. október 2021 21:02 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Grindavík 77-86 | Grindvíkingar höfðu betur í toppslagnum Grindvíkingar unnu góðan níu stiga sigur, 77-86, þegar þeir heimsóttu Tindastól á Sauðárkrók í toppslag Subway-deildar karla í kvöld. 28. október 2021 21:02